Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 39
UPPRUNI ÍSLENZKÍIAR MENNINGAR
ar í fornum sið'. Hér á landi virðist
líkbrennsla aldrei hafa tíðkazt eins og
í Noregi. íslenzk skáldmennt var einn-
ig sérstæð. Þótt dróttkvæðalist hafi
eitthvað verið stunduð í Noregi, virð-
ist hennar gæta furðu lítið, eftir að ís-
lendingar hafa numið hér land. Hér á
landi hafa fundizt ýmsir forngripir,
sem eiga sér ekki hliðstæður frá Nor-
egi. Jafnvel tízka í nafngiftum manna
var hér önnur en þar. Við þenna lista
mætti bæta öðrum atriðum, þótt hitt
verði að sjálfsögðu að hafa í huga,
að heimildir um sögu Islands eru
iniklum mun auðugri en vitað verði
um Noreg. En niðurstaðan verður þó
ávallt á þá lund, að munur þessara
tveggja þjóða hefur frá upphafi ís-
lands byggðar verið of mikill til þess,
að menning þeirra geti talizt ein og
hin sama.
Vandamálið um uppruna íslenzkr-
ar menningar er engan veginn auð-
leyst, og eflaust mun margt nýtt koma
í ljós, þegar kenningar Barða Guð-
mundssonar hafa verið rannsakaðar
og ræddar til hlítar. Ritgerðir hans
bera það glögglega með sér, að rann-
sóknin er enn á frumstigi. Hann hefur
sýnt fram á ýmiss konar efnisatriði,
sem hægt er að beita við könnun á
forsögu íslendinga, en við þau má
eflaust bæta öðrum þáttum af svipuðu
tagi.
íslenzkum heimildum fornum ber
yfirleitt saman um, að landnámsmenn
hafi flestir komið úr Noregi. Þó er
það athygli vert um Landnámu, að
þess er oft ekki getið, hvaðan land-
námsmenn komu, en fræðimenn, sem
hafa reiknað út hlutfallstölu norskra
innflytjenda, virðast yfirleitt hafa tal-
ið alla landnámsmenn norska, ef
þess var ekki sérstaklega getið, að
þeir hafi komið frá Vesturlöndum. í
rauninni er það tilgangslaust að reyna
að ákveða, hve mikill hluti landnáms-
manna er kominn austan um haf og
hve margir hafi komið frá Suðureyj-
um og írlandi. Björn Þorsteinsson
telur í riti sínu um íslenzka þjóðveld-
ið, að samkvæmt rituðum heimildum
virðist um 84% landnámsmanna hafa
komið frá Noregi, um 12% vestan um
haf, flestir af norrænum uppruna, og
3% frá Svíþjóð, en einn landnemi frá
Danmörku.1 En Jón Jóhannesson seg-
ir í íslendinga sögu sinni: „Af Land-
námabók má ráða, að landnámsmenn
hafi ýmist komið frá Noregi eða
norsku nýbyggðunum vestan hafs,
þótt það sé ekki alltaf tekið fram.“2
Það er alveg út í hött að reikna eftir
svo ófullkomnum heimildum, sem oss
eru tiltækar, hver hlutföllin voru milli
vestrænna og austrænna landnáms-
manna.
Sumir fræðimenn hafa lagt tölu-
verða áherzlu á hlutdeild keltneskra
manna í landnáminu, en bezt er að
fara varlega í þær sakir. Að vísu virð-
ast mannfræðirannsóknir benda í þá
átt, að fleiri Keltar hafi komið við
sögu vora en beinlínis verði ráðið af
181