Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 41
UPPRUNI ÍSLENZKRAR MENNINGAR þau miklu fremur komin frá sam- eiginlegum uppruna á meginlandi Evrópu. Af íslenzkum heimildum verður ráðið, að dróttkvæðalist var stunduð við hirðir konunga í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, áður en Island var byggt, og það er engin ástæða til að ætla, að hún hafi fremur heyrt Noregi til en hinum löndunum. Snorri Sturluson gefur í skyn, að drótt- kvæðalistin hafi borizt snemma til Svíþjóðar sunnan úr álfu, og væri slíkt miklu aðgengilegri kenning en hin, að hún hafi þróazt í Noregi fyrir írsk áhrif. Við rannsóknir á uppruna íslend- inga getur verið forvitnilegt að bera þá saman við nýbyggðir norrænna manna fyrir vestan haf. Hjaltland mun hafa byggzt frá Noregi þegar á síðara hluta 8. aldar, eða ef til vill enn fyrr. En á fyrri hluta 9. aldar virðast Orkneyjar, Suðureyjar og Færeyjar hafa verið numdar af nor- rænum mönnum. í löndum þessum var norræn tunga töluð um langan aldur, og svo er enn í Færeyjum. En öll þessi lönd virðast hafa verið tölu- vert frábrugðin íslandi að menningu, nema einna helzt Færeyjar. Orkneyj- ar lutu jörlum frá því snemma á nor- rænum tíma, og jarla gætir snemma í Suðureyjum. Bæði í Orkneyjum og á Hjaltlandi gilti óðalsréttur frá fornu fari og raunar langt fram eftir öldum. í Suðureyjum, Hjaltlandi og Orkn- eyjum virðist goðorðaskipan aldrei hafa þekkzt. Og í löndum þessum eru örnefni að ýmsu leyti frábrugðin því, sem hér hefur tíðkazt. Sem dæmi má nefna, að orðið sœtur (og setur) er algengur liður í bæjarheitum þar, en kemur aldrei fyrir í bæjanöfnum á Is- landi. Einkum virðast bæjarnöfn á Hjaltlandi hafa verið mjög frábrugð- in hinum íslenzku, en slíkt verður ekki skýrt með þeim rökum einum, að Hjaltland byggðist svo löngu á undan íslandi. Yfirleitt virðist margt benda í þá átt, að íbúar þessara eyja hafi verið af öðrum stofni en íslendingar. Þó ætla ég, að í suðurhluta Suður- eyja, þar sem norskra áhrifa á gelíska tungu virðist gæta minna en í norður- hluta eyjanna, bendi örnefnin á meiri tengsl við íslenzkar venjur. Og það er einmitt frá þessum eyjum, sem mér finnst sennilegast, að íslenzkir inn- flytjendur frá Suðureyjum hafi kom- ið. Sé málum þann veg farið, að meginhluti íslendinga hafi komið hingað austan um haf, verður að reyna að skýra þann mikla mun, sem er á menningu íslendinga annars veg- ar og íbúa Skandinavíu hins vegar. Og hér getur enginn vafi á því leikið, að Barði Guðmundsson var á réttri leið. Tiltækilegasta skýringin er sú, að íslenzkir landnámsmenn hafi að vísu flestir komið frá Noregi, en hafi þó búið við aðra menningu en þá, sem þar varð mestu ráðandi. Þjóð vor er því eldri en íslands byggð, eins og 183
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.