Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 43
UPPRUNI ÍSLENZKRAR MENNINGAR
manns ósjálfrátt að konungsleysi ís-
lendinga. Um Herúla er þess sem sé
getið, að konungar máttu sín fremur
lítils, heldur urðu þeir að lúta vilja
manna sinna. Og um 500 e. Kr. tóku
Herúlar sig til og drápu konung sinn,
og er það tekið fram í heimildum, að
tiltæki þetta stafaði ekki af því, að
konungur hefði brotið neitt af sér,
heldur af hinu, að Herúlarnir vildu
ekki hafa neinn konung yfir sér leng-
ur. En stjórnbylting Herúla átti sér
þó ekki langan aldur, því að síðar sáu
þeir sig um hönd og ákváðu að fá sér
konung að nýju. Draumur Herúla um
konungslausa þjóð rættist ekki fyrr
en úti á Islandi á 10. öld. Sú hug-
mynd, sem kemur fram í Sturlungu á
13. öld, að bezt sé engum að þjóna, er
því ekki nýtt fyrirbæri. Sama hug-
mynd átti sér formælendur með Her-
úlum mörgum öldum fyrr.
Sá hluti Ynglinga sögu, sem fjallar
um för Óðins frá Svartahafi til Sví-
þjóðar, virðist eindregið benda til
þess, að íslendingar hafi varðveitt
með sér arfsagnir af för Herúla að
sunnan. Og af þeim stofni mun ís-
lenzka þjóðin vera runnin. Frásögnin
í fyrstu köflum Ynglinga sögu er því
frumdrög að forsögu íslenzku þjóðar-
innar. Þar koma fram ýmis helztu ein-
kenni heiðinnar menningar íslend-
inga: skáldskaparlistin þegin frá
Óðni, hofgoðar, rúnir, fjölkynngi,
Óðinsdýrkun.
Það er nú orðin allgömul kenning,
að Herúlar hafi flutt rúnalistina til
Norðurlanda. Að sjálfsögðu hefur sú
list aldrei orðið almenningseign, held-
ur mun það sönnu nær, að hinn mikli
fjöldi fundinna rúnaristna auk hinna,
sem ófundnar eru, séu verk fámennr-
ar stéttar rúnameistara. Á rúnaristum
sumum kemur fyrir heitið jarl, sem
fræðimenn telja sama orðið og Herúli
(Erúli). En svo takmörkuð sem rúna-
listin hefur verið á Norðuriönduin,
hefur hin gjöfin, sem þegin var frá
Óðni, verið enn torgætari. Eins og
áður var bent á, er kunnugt um, að
dróttkvæðalist var stunduð við ýmsar
hirðir konunga á öndverðri 9. öld.
Bragi gamli, sem var uppi á fyrri
hluta 9. aldar og virðist hafa átt
heima í Noregi, orti um sænska og
danska konunga. Fleinn Hjörsson,
sem var uppi um svipað leyti, dvaldist
með hirð konunga á Upplöndum í
Noregi og einnig við danska konungs-
hirð. í Skáldatali er það tekið fram,
að Starkaður sé elzta skáldið, sem enn
sé varðveitt eitthvað af skáldskap
hans. Og þótt allt leiki mjög á huldu
um Starkað, bendir þetta þó til þess,
að íslendingar hafi varðveitt með sér
fornar sagnir um danskan hirðkveð-
skap, sem var eldri en skáldskapur
Braga. Yfirleitt er ekkert, sem bendir
til þess í fornum frásögnum, að drótt-
kvæðalistin sé norsk. Þegar er bent á
ummæli Snorra í Ynglinga sögu, að
Óðinn, sem settist að í Svíþjóð, hafi
gefið mönnum þessa list. Og hér má
185