Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Side 49
UTPRUNI ISLENZKRAR MENNINGAR
til annars konar ÓSinstrúar en þeirr-
ar, sem tíökaðist hér á Iandi. íslend-
ingum í heiðni mun hafa þótt það
ganga guðlasti næst að láta nafn Óð-
ins koma fyrir í mannanöfnum. En ef
þeir vildu minnast Óðins í nafngiftum
var hægt um vik: Þeir gátu notað eitt-
hvað af samnöfnunum, sem ég gat
um að framan, eða þá notað Óðins-
heiti á borð við Grím og Gaut í sam-
settum nöfnum.
í Ynglinga sögu talar Snorri um
hina tólf hofgoða Óðins, sem skyldu
ráða fyrir blótum og dómum manna
í milli. Þetta minnir að sjálfsögðu á
hlutverk íslenzku goðanna síðar, en
þó er ástæðulaust að ætla, að Snorri
hafi lagað ummæli sín eftir því, sem
hér tíðkaðist. Snorri er hér að herma
fornar arfsagnir um forvera hinna ís-
lenzku goða, og er nauðsynlegt að
ræða þetta mál nokkru nánar. Orðið
goði kemur aldrei fyrir um norska
menn, og raunar aldrei utan íslands
nema á tveim rúnaristum í Danmörku.
Hvergi nema hér á landi vottar fyrir
þeim stjórnarháttum, sem hér tíðk-
uðust og reistar voru á goðum og goð-
orðaskipun. En íslendingar hafa að
sjálfsögðu ekki fundið þetta upp, eft-
ir að þeir komu til íslands. Hér er
auðsæilega um atriði að ræða, sem
varðveitzt hefur með forfeðrum
þeirra. Langsennilegasta skýringin á
þessu fyrirbæri er sú, að hér sé um
að véla hugmyndir, sem þróazt höfðu
með hinum herúlsku Óðinsdýrkend-
um og flutzt með þeim til Norður-
landa. Frásögn Snorra virðist því
ekki vera eins fjarri lagi og sumir
fræðimenn hafa talið. En mönnum
hefur gengið illa að átta sig á þessu
af þeim sökum, að þeir töldu íslend-
inga vera brot af hinni norsku þjóð.
Það er því ekki að ófyrirsynju, sem
Barði Guðmundsson segir í öðru
sambandi: „Sú rótgróna gamla skoð-
un, að íslenzka þjóðin væri næstum
eingöngu af norsku bergi brotin, hef-
ur lokað fyrir útsýnið.11
Goðaskipan hinna fornu Herúla
hefur haldizt með niðjum þeirra á
Norðurlöndum, unz vaxandi ríkisvald
kreppti að og svigrúm fyrir annar-
legar stjórnarhugmyndir var ekki
lengur fyrir hendi. Með auknu kon-
ungsvaldi í Svíþjóð hrekjast þeir
vestur til Noregs, og þegar nýskipan
Haralds hárfagra kemst á, flýja þeir
land og fara til íslands. Það er sér-
staklega eftirtektarvert í þessu sam-
bandi að minnast þess, að hinir her-
úlsku afkoinendur lögðu lítt leiðir sín-
ar til Hjaltlands og Orkneyja. Þau
lönd voru numin, meðan frelsi var
enn fyrir hendi í Noregi.
Stofnun allsherjarríkis á íslandi
verður með undarlega skjótum hætti,
og í sjálfu sér er ekki hægt að útskýra
það nema með því, að landnámsmenn
hafi margir vanizt við þær goðorða-
hugmyndir, sem hér urðu ríkjandi,
áður en þeir fluttust til íslands. Hér
eins og annars staðar, þegar rætt er
191