Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 49
UTPRUNI ISLENZKRAR MENNINGAR til annars konar ÓSinstrúar en þeirr- ar, sem tíökaðist hér á Iandi. íslend- ingum í heiðni mun hafa þótt það ganga guðlasti næst að láta nafn Óð- ins koma fyrir í mannanöfnum. En ef þeir vildu minnast Óðins í nafngiftum var hægt um vik: Þeir gátu notað eitt- hvað af samnöfnunum, sem ég gat um að framan, eða þá notað Óðins- heiti á borð við Grím og Gaut í sam- settum nöfnum. í Ynglinga sögu talar Snorri um hina tólf hofgoða Óðins, sem skyldu ráða fyrir blótum og dómum manna í milli. Þetta minnir að sjálfsögðu á hlutverk íslenzku goðanna síðar, en þó er ástæðulaust að ætla, að Snorri hafi lagað ummæli sín eftir því, sem hér tíðkaðist. Snorri er hér að herma fornar arfsagnir um forvera hinna ís- lenzku goða, og er nauðsynlegt að ræða þetta mál nokkru nánar. Orðið goði kemur aldrei fyrir um norska menn, og raunar aldrei utan íslands nema á tveim rúnaristum í Danmörku. Hvergi nema hér á landi vottar fyrir þeim stjórnarháttum, sem hér tíðk- uðust og reistar voru á goðum og goð- orðaskipun. En íslendingar hafa að sjálfsögðu ekki fundið þetta upp, eft- ir að þeir komu til íslands. Hér er auðsæilega um atriði að ræða, sem varðveitzt hefur með forfeðrum þeirra. Langsennilegasta skýringin á þessu fyrirbæri er sú, að hér sé um að véla hugmyndir, sem þróazt höfðu með hinum herúlsku Óðinsdýrkend- um og flutzt með þeim til Norður- landa. Frásögn Snorra virðist því ekki vera eins fjarri lagi og sumir fræðimenn hafa talið. En mönnum hefur gengið illa að átta sig á þessu af þeim sökum, að þeir töldu íslend- inga vera brot af hinni norsku þjóð. Það er því ekki að ófyrirsynju, sem Barði Guðmundsson segir í öðru sambandi: „Sú rótgróna gamla skoð- un, að íslenzka þjóðin væri næstum eingöngu af norsku bergi brotin, hef- ur lokað fyrir útsýnið.11 Goðaskipan hinna fornu Herúla hefur haldizt með niðjum þeirra á Norðurlöndum, unz vaxandi ríkisvald kreppti að og svigrúm fyrir annar- legar stjórnarhugmyndir var ekki lengur fyrir hendi. Með auknu kon- ungsvaldi í Svíþjóð hrekjast þeir vestur til Noregs, og þegar nýskipan Haralds hárfagra kemst á, flýja þeir land og fara til íslands. Það er sér- staklega eftirtektarvert í þessu sam- bandi að minnast þess, að hinir her- úlsku afkoinendur lögðu lítt leiðir sín- ar til Hjaltlands og Orkneyja. Þau lönd voru numin, meðan frelsi var enn fyrir hendi í Noregi. Stofnun allsherjarríkis á íslandi verður með undarlega skjótum hætti, og í sjálfu sér er ekki hægt að útskýra það nema með því, að landnámsmenn hafi margir vanizt við þær goðorða- hugmyndir, sem hér urðu ríkjandi, áður en þeir fluttust til íslands. Hér eins og annars staðar, þegar rætt er 191
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.