Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 50
TIMARIT MALS OG MENNINGAR um uppruna íslenzkrar menningar, er örðugt að losna við hugmynd Barða Guðmundssonar: Þjóðin er eldri en Islands byggð. í fyrsta bindi íslenzkrar menningar hefur Sigurður Nordal lagt áherzlu á það, hve niðjar Bjarnar bunu og venzlamenn þeirra hafi verið áhrifa- miklir um þær mundir, sem alþingi var sett á stofn. Þetta er að sjálfsögðu hárrétt athugað, enda brýtur það eng- an veginn í bága við skoðanir Barða. Hér verður engin tilraun gerð til að rekja hinar frjóvu hugmyndir Barða Guðmundssonar nánar, og hef ég þó ekki drepið nema á örfáa þætti þeirra. Utkoma bókarinnar verður væntan- lega til þess, að sagnfræðingar vorir taki sér fyrir hendur að kanna þessi mál til rniklu meiri hlítar en gert hef- ur verið hingað til. Einkum ættum vér að geta vænzt þess, að Idáskóli Islands láti þessi mál til sín taka. Það er ekki með öllu vanzalaust, hve lítil- þægir sumir íslenzkir fræðimenn hafa verið í afstöðu sinni til skandinav- ískra kenninga um uppruna íslenzkr- ar menningar. Þessa er ekki getið af því, að íslendingum ætti að vera svo mikil minnkun að skyldleikanum við Norðmenn, og vér verðum eflaust að halda áfram að sætta okkur við, að útlendar þjóðir eigni sér obbann af bókmenntum vorum fram á 14. öld. En fræðimönnum ber siðferðileg skylda til að hafa það, er sannara reynist, og því ættu þeir ekki að hika við að fleygja úreltum kenningum um uppruna þjóðarinnar, þegar sýnt hef- ur verið fram á, hve hæpnar þær eru. En viðfangsefni þetta er þó örðugra en virðast mætti í fljótu bragði. Margar rannsóknir danskra, sænskra og norskra fræðimanna eru gagn- merkar að ýmsu leyti, og því verður að gefa þeim verðskuldaðan gaum. En á mörgum þeirra er sá mikli Ijóð- ur, að þær eru reistar á þeirri trú, að Islendingar séu norsks uppruna, ís- lenzk menning sé norsk, íslenzkar bókmenntir norskar. Slík undirstaða veikir mjög allar röksemdir, og því verður að beita þess konar ritum af stökustu varkárni. Ritgerðir Barða verða fræðimönnum hið ágætasta leiðarhnoða út úr því moldviðri, sem eldri skoðanir hafa skapað. Þegar Barði hóf að birta greinaflokk sinn um uppruna íslenzkrar skáldmenntar, voru um það bil sjö aldir liðnar frá því, að Snorri Sturluson var myrtur að undirlagi norsks konungs, og er skemmtilegt til þess að vita, að hve miklu liði hinn forni fræðimaður varð við rannsóknir Barða á uppruna Islendinga. 192
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.