Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 50
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
um uppruna íslenzkrar menningar, er
örðugt að losna við hugmynd Barða
Guðmundssonar: Þjóðin er eldri en
Islands byggð.
í fyrsta bindi íslenzkrar menningar
hefur Sigurður Nordal lagt áherzlu
á það, hve niðjar Bjarnar bunu og
venzlamenn þeirra hafi verið áhrifa-
miklir um þær mundir, sem alþingi
var sett á stofn. Þetta er að sjálfsögðu
hárrétt athugað, enda brýtur það eng-
an veginn í bága við skoðanir Barða.
Hér verður engin tilraun gerð til að
rekja hinar frjóvu hugmyndir Barða
Guðmundssonar nánar, og hef ég þó
ekki drepið nema á örfáa þætti þeirra.
Utkoma bókarinnar verður væntan-
lega til þess, að sagnfræðingar vorir
taki sér fyrir hendur að kanna þessi
mál til rniklu meiri hlítar en gert hef-
ur verið hingað til. Einkum ættum
vér að geta vænzt þess, að Idáskóli
Islands láti þessi mál til sín taka. Það
er ekki með öllu vanzalaust, hve lítil-
þægir sumir íslenzkir fræðimenn hafa
verið í afstöðu sinni til skandinav-
ískra kenninga um uppruna íslenzkr-
ar menningar. Þessa er ekki getið af
því, að íslendingum ætti að vera svo
mikil minnkun að skyldleikanum við
Norðmenn, og vér verðum eflaust að
halda áfram að sætta okkur við, að
útlendar þjóðir eigni sér obbann af
bókmenntum vorum fram á 14. öld.
En fræðimönnum ber siðferðileg
skylda til að hafa það, er sannara
reynist, og því ættu þeir ekki að hika
við að fleygja úreltum kenningum um
uppruna þjóðarinnar, þegar sýnt hef-
ur verið fram á, hve hæpnar þær eru.
En viðfangsefni þetta er þó örðugra
en virðast mætti í fljótu bragði.
Margar rannsóknir danskra, sænskra
og norskra fræðimanna eru gagn-
merkar að ýmsu leyti, og því verður
að gefa þeim verðskuldaðan gaum.
En á mörgum þeirra er sá mikli Ijóð-
ur, að þær eru reistar á þeirri trú, að
Islendingar séu norsks uppruna, ís-
lenzk menning sé norsk, íslenzkar
bókmenntir norskar. Slík undirstaða
veikir mjög allar röksemdir, og því
verður að beita þess konar ritum af
stökustu varkárni. Ritgerðir Barða
verða fræðimönnum hið ágætasta
leiðarhnoða út úr því moldviðri, sem
eldri skoðanir hafa skapað. Þegar
Barði hóf að birta greinaflokk sinn
um uppruna íslenzkrar skáldmenntar,
voru um það bil sjö aldir liðnar frá
því, að Snorri Sturluson var myrtur
að undirlagi norsks konungs, og er
skemmtilegt til þess að vita, að hve
miklu liði hinn forni fræðimaður
varð við rannsóknir Barða á uppruna
Islendinga.
192