Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 53
MILLIFÆKSLUKERFIÐ
misræmis innlends og erlends verð-
lags tvenns konar íramlög eða jafn-
gildi framlaga. í fyrsta lagi hafa verið
veittar ívilnanir eða undanþágur frá
greiðslu innflutningsgjalda af rekstr-
arvörum sjávarútvegs og landbúnað-
ar. í öðru lagi hefur verið greitt nið-
ur verð innlendra vara. Vegna niður-
greiðslna þessara hefur almennt verð-
lag lækkað eins og það hefur birzt í
vísitölu framfærslukostnaðar og þá
um leið kaupgjald, þegar uppbætur
hafa verið greiddar á laun samkvæmt
þessari verðlagsvísitölu lítt breyttri,
kaupgreiðsluvísitölunni. Að vísu hef-
ur tilgangurinn með niðurgreiðslun-
um jöfnum höndum verið sá að hafa
áhrif á raunverulega tekjuskiptingu í
hag þeim, sem lágar tekjur hafa eða
ómegð.
Framlög, sem ekki verða rakin til
misræmis innlends og erlends verð-
lags hafa einnig verið greidd til út-
flutningsatvinnuveganna, sjávarút-
vegsins beinlínis og landbúnaðarins
óbeinlínis, sakir misjafnrar aðstöðu
til útflutningsframleiðslu. Framlög
þessi hafa verið greidd sem vinnslu-
bætur á fisk, sem tekinn hefur verið
til verkunar til útflutnings. Verðbæt-
ur á útfluttar búvörur undir bæði
fyrri og seinni lögunum „um útflutn-
ingssjóð o. fl.“ hafa verið jafn háar
meðaltali verðbóta á þorskafurðir
bátaflotans, svo að þær hafa að
nokkru verið komnar undir hæð þess-
ara vinnslubóta.
II
i. Fyrri lögin „um útflutningssjóð
o. fl.“ voru samþykkt á Alþingi 22.
desember 1956 og um leið voru felld
úr gildi lögin um Framleiðslusjóð og
bátagjaldeyriskerfið afnumið. Sam-
kvæmt ákvæðum þessara laga voru
greidd til útflutningsatvinnuveganna
framlög beinlínis vegna misræmis
innlends og erlends verðlags að öllu
leyti (sem ívilnanir um aðflutnings-
gjöld á rekstrarvörum); jafngildi
framlaga óbeinlínis vegna misræmis
innlends og erlends verðlags; og
framlög vegna ójafnrar aðstöðu lil út-
flutningsframleiðslu að öllu leyti.
Framlög til útflutningsatvinnuveg-
anna óbeinlínis vegna misræmis inn-
lends og erlends verðlags sem niður-
greiðslur innlends vöruverðs voru að
öllu leyti greidd úr ríkissjóði eftir
setningu laga þessara sem áður.
I fyrri útflutningssjóðslögunum var
kveðið svo á, að stofnaður yrði sjóð-
ur, Utflutningssjóður, sem lögin voru
kennd við, en úr sjóði þessum yrðu
greidd öll framlög samkvæmt lögum
þessum. Tekna var Útflutningssjóði
aflað að mestu leyti með gjöldum á
innfluttum vörum, beinlínis og óbein-
línis, en að nokkru með annarri skatt-
lagningu. Otflutningsuppbætur á
hverja vörutegund voru ákveðnar
jafn háar, en ekki hærri, og nauðsyn-
legt þótti. til þess að framleiðsla henn-
ar bæri sig. Yfirlit yfir hæð útflutn-
ingsuppbóta samkvæmt lögum þess-
195