Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 55
MILLIFÆRSLUKERFIÐ
ar. Til þess að vega upp á móti afnámi
ívilnana þessara voru útflutningsupp-
bætur hækkaöar mjög. Skipulags-
breytingin var sú, að niðurgreiðslur
innlends vöruverðs voru færðar yfir
til Utflutningssjóðs. Meiri' liáttar
breytingarnar þrjár voru þessar: Þeg-
ar starfsgrundvöllur sjávarútvegsins
var ákvarðaður 1958 við samningu
þessara laga var sú breyting gerð frá
samningi ríkisstjórnarinnar við
Landssamband íslenzkra útvegsmanna
frá desember 1957, að fyrningar vél-
báta voru reiknaöar af endurnýjunar-
verði en ekki áætluðu raunverulegu
verði þeirra.1 — Fyrirhugað var, að
Otflutningssjóður hætti greiðslum vá-
tryggingariðgjalda fiskiskipa, þótt í
lögum þessum væri ríkisstjórninni
heimilað að mæla fyrir um greiðslu
þessara iðgjalda fyrir síðari árshelm-
ing 1958. Heimild þessi var notuð. —
Allar eiginlegar útflutningsuppbætur
á þorskafurðir urðu jafn háar. Sam-
kvæmt fyrri útflutningssjóðslögunum
höfðu verðbætur á ýsu, steinbít og
flatfisk verið liærri en á þorsk. Afleið-
ing þessarar breytingar urðu auknar
vinnslubætur, eins og vikið verður að.
Á töflu IV, dálki 1, er yfirlit yfir hæð
verðbótanna, þ. e. áður en nokkrar
breytingar voru gerðar á þeim.
Niðurgreiðslur innlends vöruverðs
voru áætlaðar 131,0 milljónir króna.
1 Við þessa breytingu hækkaði áætlaður
kostnaður við öflun 472.860 kg af fiski um
86.409,00 krónur, þ. e. 18,3 aura á kg.
Við framlög til sjávarútvegsins
vegna misgóðrar aðstöðu til fram-
leiðslu til útflutnings bættust tvenns
konar vinnslubætur: árstíðabætur og
tegundabætur. Greiddar útflutnings-
uppbætur á þorskafurðir báta til
vinnslustöðva 1957 eftir 15. maí og
ráðgerðar útflutningsuppbætur bæði
til vinnslustöðva og útvegsmanna
1958 eftir 15. maí voru 11,11% hærri
heldur en á vertíðinni. Og í stað þess-
arar hækkunar verðbóta á þorskaf-
urðir báta eftir 15. maí komu vinnslu-
bætur, árstíðabætur. Og í stað hærri
verðbóta á ýsu, steinbít og flatfisk en
á þorsk komu vinnslubætur, tegunda-
bætur, á þessar fisktegundir, bæði af
bátum og togurum. Hæð smáfisksbóta
hélzt óbreytt.
I töflu II, dálki 2, er sýnt yfirlit yfir
áætluð framlög úr millifærslukerfinu
á framleiðslu 1958 og niðurgreiðslur
vöruverðs á því ári, miðað við að síð-
ari útflutningssjóðslögin hefðu gilt
allt árið 1958. En þar sem lög þessi
tóku ekki gildi um framlög til sjávar-
útvegsins fyrr en 15. maí 1958, urðu
gjöld Utflutningssjóðs 1958 allmiklu
lægri en yfirlit þetta bendir til. Áætl-
uð framlög á framleiðslu árs falla auk
þess ekki saman við greiðslur úr milli-
færslukerfinu það ár, eins og bent hef-
ur verið á. Tekjur Útflutningssjóðs
1958 urðu 836,1 milljón króna, en
greiðsluafgangur sjóðsins var metinn
á 4,7 milljónir króna.
iii. Framleiðslukostnaður sjávar-
197