Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
skyldi enn aukinn. Andstaða verka-
lýðshreyfingarinnar og stjórnmála-
flokka hennar kom í veg fyrir, að
undan kröfum þessum væri látið 1957
—1959. Þau átök fóru ekki leynt.
Nýting fiskiskipastólsins og fjár-
festing í honum benda ótvírætt til
þess, að hin margfalda gengisskrán-
ing, sem haldið var uppi með fyrri og
síðari útflutningssjóðslögunum, hafi
skapað sjávarútveginum vaxtarskil-
yrði. Tvímælis orkar ekki, að þessi
margfalda gengisskráning var sú
hæsta skráning krónunnar, sem kost-
ur var á 1957—1959. En þar sem
sjávarútvegurinn er í reynd eini út-
flutningsatvinnuvegur landsins, gilda
almennu rökin gegn margfaldri geng.
isskráningu ekki hérlendis.
Reykjavík, 19. aprfl, 1960.
VIÐAUKI
Um tillögu til breytingar ó tilhögun
greiðslu útflutningsuppbóta
Utflutningsnppbætur samkvæmt síðari
útfliitningssjóðslögunum námu að jafnaði
um 45% af andvirði útfluttra vara. Nær
tveir mánuðir liðu, þegar bezt lét, frá sölu
gjaldeyris í gjaldeyrisbönkunum til greiðslu
útflutningsuppbótanna. Skömmu eftir að
greiðsla þeirra hófst samkvæmt síðari út-
flutningssjóðslögunum var þess vegna farið
að íliuga leiðir til að draga úr umfangi út-
flutningsuppbótanna.
A allan keyptan gjaldeyri, livort sem rak-
inn var til vöruútflutnings eða annarra við-
skipta voru greiddar verðbætur, útflutn-
ingsuppbætur á gjaldeyri fyrir vöruútflutn-
ing og yfirfærslubætur á gjaldeyri af öðr-
um viðskiptum (nema vegna dvalar hersins
í landinu). Lægstu útflutningsuppbætur
1958 samkvæmt síðari útflutningssjóðslög-
unum námu 55% af f.o.b.-andvirði. Yfir-
færslubæturnar námu 55% af gjaldeyris-
uppbæð.
Ekkert virtist vera því til fyrirstöðu, að
Landsbanki íslands greiddi 55% verðbætur
á gjaldeyrinn við kaup (af öðrum aðilum
en hernum). Um leið hefði skráð kaupverð
sterlingspundsins orðið 70,60 krónur. Ut-
flulningsuppbætur hefðu þá orðið svipaðar
að hæð og þær voru fyrstu ár bátagjaldeyr-
iskerfisins, eins og séð verður af töflu IV,
dálki 3. Áætluð árleg útgjöld Utflutnings-
sjóðs eru sýnd í töflu IX eins og þau hefðu
væntanlega orðið, ef greiddar hefðu verið
55% verðbætur á erlendan gjaldeyri við
kaup (af öðrum er hernum).
har sem vinnslubætur voru greiddar sak-
ir misjafnrar aðstöðu til framleiðslu til út-
flutnings, sem öðru fremur var rakin til ó-
líkra landshátta, hefði verið unnt að af-
nema þær með því að skipta landinu í verð-
lagssvæði, tvö eða fleiri. Það mál komst þó
ekki á döfina.
Um fyrirkomulag útflutningsuppbóta var
fjallað á fundi stjórnar Utflutningssjóðs 20.
október 1958. Um leiðir til úrbóta á fyrir-
komulagi þeirra var síðan rætt við þáver-
andi sjávarútvegsmálaráðherra Lúðvík Jós-
epsson. Að þeim viðræðum loknum var eft-
irfarandi bréf sent Landsbanka Islands,
Seðlabankanum.
Landsbanki tslands,
Seðlabankinn,
aðalbankastjóri,
hr. Vilhjálmur Þór.
Sjávarútvegsmálaráðherra hefur farið
þess á leit við Utflutningssjóð, að athngað
verði, bvort snemma á næsta ári verði fært
að greiða af iiinstæðu Utflutningssjóðs í
Seðlabankanum 55% verðbætur á keyptan
200