Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Blaðsíða 70
PIERRE VAN PAASSEN
Styrjaldir og viðskiptafrelsi
Hver óskar eftir styrjöld? Hvaða
öfl teynia okkur að blótstalli
hennar?
í þrettán ár hef ég fariö land úr
landi í Evrópu og reynt aö leysa þessa
gátu. Ég hef rætt við málsmetandi
menn á sviði félags-, trú-, fjár- og
stjórnmála og kynnzt fólki af öllum
stéttum og metorðagráðum í Frakk-
landi, Þýzkalandi, Ítalíu, Rúmeníu,
Spáni, Belgíu, Rússlandi, Marokkó,
Tyrklandi, Palestínu, Austurríki og
Sviss — en þó hef ég aldrei rekizt á
neinn, hvorki karl eða konu, sem ósk-
aði eftir styrjöld-, eða tryði því að
stríð yrði nokkrum til gagns eða hags-
bóta. Og samt þora fæstir að vona, að
unnt sé að afstýra því. Það skortir
hvorki á góðan vilja né að fólk hafi
opin augu fyrir hættunni — og hatrið
á styrjöldum stendur djúpum róturn
— því virðist það svo ótrúlegt, að
þung hermannastígvélin glymji nú
aftur á þjóðvegum Evrópu og að á
næturhimininn slái bjarma frá þús-
undum stálofna.
„Allt hefur verið reynt, sem beint
gæti heiminum inn á braut friðarins,“
sagði Cecil lávarður við mig, þegar
við urðum samferða til Genéve.
Allt? Raunverulega allt? Já, alll —
nema hið eina, sem örugglega gerir
styrjöld óhugsanlega: Afvopnun.
En er hún framkvæmanleg? Hugs-
ið ykkur hve atvinnuleysið yrði
greypilegt í Þýzkalandi, Italíu, Eng-
landi, Frakklandi og Japan, ef allar
skotfæra-, vopna- og klæðaverk-
smiðjur, efnavinnslu- og skipasmíða-
stöðvar, kolanámur og önnur fram-
leiðslutæki til stuðnings landher, loft-
her og flota — að ekki sé minnzt á
sjálfar þessar stofnanir — yrðu lagð-
ar niður! Væri það ekki hræðilegt
áfall? Hvað yrði um dýrmæta velsæld
Bandaríkjamanna þann dag, sem það
yrði gert?
Nei, fremur en að koma heiminum
í slíka klemmu kjósa heimsvaldasinn-
arnir að halda áfram vígbúnaðar-
kapphlaupinu, jafnvel þótt það kosti
þjóðirnar nýja heimsstyrjöld. Þeir
hlutir eru til, sem eru dýrmætari
lýðræði og menningu. Það er mikil-
vægara að stuðla að því, að óslitinn
straumur verðbréfa og gulls strevmi
212