Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 72

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Evrópu, og hann hvatti hinar and- stæðu fylkingar að rétta hvor annarri hönd til sátta í nafni mannkynsins alls. I fótspor Rollands fetaði Henri Barbusse. Bók hans, Le Feu, afhjúp- aði hina sönnu ásýnd styrjaldarinnar í fyrsta sinn og kvað niður hugsjóna- drauga hetjuskapar, fórnarlundar og ættjarðarástar, sem höfðu tröllriðið þjóðunum í þrjú ár. Hann vissi, að alþýða manna var farin að spyrja sjálfa sig, hvaða vit væri í þessari styrjöld fyrir réttlæti og frelsi, og hvar sá fjandi væri sem um fram allt þyrfti að leggja að velli, og miklu fremur en bóndann handan við Rín. Bæði Rolland og Barbusse kröfðust þess að lokum, að samið yrði um frið tafarlaust, án allra refja og skilmála, um siðgæðislegan frið en ekki hern- aðarlegan. Frönsku hermennirnir byrjuðu að ræða það með sér, hvort þeir ættu ekki að hverfa til heimila sinna áður en krafa Clemenceaus um „stríð þar til yfir lýkur“ yrði að bitrum veru- leika. Vorið 1918 viðurkenndi André Maginot á leynilegum þingfundi að það væri aðeins ein herdeild milli Parísar og vígstöðvanna sem stjórnin gæti borið fullt traust til. Rauður fáni hafði verið dreginn að húni á sykur- hreinsunarstöðinni í Souches. Þjóð- verjarnir höfðu svarað með því að syngja franska byltingarsönginn og komið þvert yfir eldlínuna til að drekka Inæðraskál með frönsku her- mönnunum. Bréfum, hnýttum við moldarhnausa, var slöngvað úr einni skotgröf í aðra, og það jrótti nauðsyn- legt að leggja blátt bann við jjví, að ensku hermennirnir ættu tal við þýzku stríðsfangana. Margar herdeildir varð að flytja um set til að leynilegt sambandið við fjandménnina rofn- aði. Daglega féllu þúsundir hermanna. En í höllinni, langt að baki orrustu- gnýnum og verndaðir gegn loftárás- um af gagnkvæmum samningi við þýzku yfirherstjórnina um að jreir skyldu ekki varpa sprengjum á aðal- stöðvar hvors annars, sátu stjórn- málamenn og hershöfðingjar banda- manna og bitust um völd og metorð. Joffre, sem hafði gert það að tillögu sinni eftir orustuna við Somme, að Koch yrði komið fyrir á hæli fyrir aldurhnignar hefðarfrúr, varð sjálfur að víkja fyrir Nivelle. Síðar tók Pé- tain við, og þvínæst Castelnau. Vær- ingarnar í milli þessara gullseymdu herramanna virtust ætla að draga styrjöldina á langinn til eilífðarnóns, og um vígstöðvarnar fór bylgja nið- urbældrar reiði. Heiftin sauð i her- mönnunum. Eitt sinn gerðu áttatíu og fimm franskar herdeildir uppreisn, í annað sinn hundrað og fimmtán. Her- réttirnir störfuðu á nótt sem degi. Ef einhversstaðar heyrðist óánægju- hvískur úr röðum hermannanna, var tíundi hver maður skotinn. Heilar herdeildir voru sendar í opinn dauð- 214
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.