Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 73
STYRJALDIR OG VIÐSKIPTAFRELSI
ann að yfirlögðu ráði — einungis til
að kveða niður uppreisnarandann . ..
Hvarvetna sáust þess merki, að fólk
var orðið þreytt á að dansa eftir
hljóðpípu iðjuhöldanna. Sigur og
sæmd voru löngu úrelt hugtök. Það
var nú deginum ljósara, að styrjöldin
var til bölvunar öllum aðilum og frá
öllum sjónarmiðum. Hún fullnægði
hvorki hugsjónum, metorðagirnd, eða
þjóðlegum metnaði . ..
Þýzkaland hafði byggt áætlanir
sínar á voninni um skammæja styrj-
öld og glæsilegan sigur. Við upphaf
stríðsins nægðu hráefnabirgðir lands-
ins tæplega til eins árs hernaðar á
tveim vígstöðvum, og bandamenn
hefðu því getað sigrað keisarann fyr-
ir árslok 1915, ef þeir hefðu strax
lagt viðskiptabann á Þýzkaland. En
það hefði jafngilt því að byrgja beztu
tekjulind styrjaldarinnar: viðskiptin
við fjandmennina! Fyrstu þrjú styrj-
aldarárin linnti ekki vöruflaumnum
inn í Þýzkaland — um Holland, Sviss
og Skandinavíu, — en án þessarar
stöðugu blóðgjafar var vonlaust að
halda styrjöldinni áfram. Þessu hélt
fram þar til Bandaríkin fyrtust við
og mótmæltu því, að England — erki-
óvinur Þýzkalands — bolaði þeim frá
evrópumarkaðnum! Þýzka auðvaldið
hafði ekki heldur látið gróðamögu-
leikana ónotaða: fram að ársbyrjun
1917 seíidu Kruppverksmiðjurnar í
Essen fjórðung milljónar tonna af
stáli á mánuði um Sviss til Comité des
Forges í Frakklandi. Auk greiðslu í
gulli fengu þær loforð um, að frönsku
flugmennirnir skyldu varast að varpa
sprengjum á málmnámurnar,
bræðsluofnana og verksmiðjubygg-
ingarnar í Longwy-héraðinu, sem
þjóðverjar höfðu hernumið í byrjun
stríðsins. Skip hlaðin nikli frá Nýju
Caledoníu, er fara átti til Þýzkalands,
voru stöðvuð af frönskum herskipum
á opnu hafi og siglt til Brest og Cher-
bourg sem herfang, — en franska
stjórnin gaf skipun um að þeim skyldi
sleppt og þau komust til Bremen heilu
og höldnu! Fulltrúar þýzka efnaiðn-
aðarins, svissneskir kopariðjuhöldar,
frá Vickers, Krupp, Schneider-Creu-
sot og Comité des Forges hittust í Vín-
arborg um sama leyti og franski her-
inn barðist upp á líf og dauða í leðj-
unni í Flandern. Tilefni fundarins var
það eitt, að leggja á ráðin um hvern-
ig ætti að örva stríðsgróðann sem
mest. „On croyait mourir pour la
patrie, on mourait pour les indus-
triels,“A sagði Anatole France, þegar
hann heyrði skýringu Bérengers ráð-
herra á því, hversvegna málmvinnslu-
héraðið Thionville var ekki endur-
heimt úr greipum þjóðverja í byrjun
stríðsins, þegar franski herinn, sem
var steinsnar í burtu, hefði getað tek-
ið það mótspyrnulaust. Bérenger lýsti
því yfir, að „endurheimt Thionville
hefði jafngilt þvi, að stálframleiðsla
1 Menn héldu að þeir dæju fyrir föður-
landið; menn dóu fyrir iðjuhöldana.
215