Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 74

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 74
TIMARIT MALS OG MENNINGAR Þýzkalands hefði hrapað niður í sjö milljónir tonna af annars flokks stáli á ári, en það hefði aftur valdið fram- leiðslustöðvun og bundið bráðan enda á stríðið.“ Að sjálfsögðu varð fyrir alla muni að aftra því, að styrj- öldinni lyki svo skjótlega. Sarrail hershöfðingi, sem stjórnaði herjun- um í Lothringen, samdi hernaðaráætl- un 1915, sem miðaði að því að her- nenia, eða að minnsta kosti eyði- leggja, Briey-héraðið, þar sem Þýzka- land notfærði sér bræðsluofnana er áður höfðu verið í eigu Comité des Forges. Þegar Joffre yfirhershöfðingi komst á snoðir um þessa sóknaráætl- un, var Sarrail kvaddur til Parísar. og eftir stutt samtal við Poincaré, forseta lýðveldisins, lagði hann ráða- gerð sína á hilluna. Með hagnýtingu fransks málmgrýtis, sem þeir slógu strax eign sinni á þegar franski her- inn fékk skipun um að hörfa tuttugu og tvo kílómetra, án þess að hleypt hefði verið af skoti, gátu þjóðverjar veitt sannkölluðu syndaflóði af stáli bæði urn Evrópu og Asíu, bæði á landi og í legi. Sem endurgjald fyrir vélahluti í flugvélamótora lét Frakk- land Þýzkalandi í té bauxit, bráð- nauðsynlegt efni við framleiðslu alú- míníums í zeppelínloftför. Gaddavír- inn illræmdi, sem englendingar not- uðu við Ypres og Somme og varð þjóðverjunum lifshættulegur, var framleiddur í Opels Drahtwerke og hafði verið fluttur til Englands gegn- uni Holland. Ástralía sendi feitmeti til Þýzkalands gegnum Noreg og Dan- mörk; Straits Settlement sendi þang- að copra, Ceylon te og Wales koks. kol, tjöru, ammoníak og glyserín, allt með brezkum skipum. Yfirherstjórn bandamanna hafði í kyrrþey gert áætlanir um að ljúka styrjöldinni með aðstoð hinna ó- þreyttu hersveita frá Bandaríkjunum haustið eða veturinn 1919. Þrátt fyr- ir síendurtekin tilmæli Leníns um að friður yrði saminn þybbuðust banda- menn við með þögninni. Þeir voru staðráðnari í því en nokkru sinni fyrr að vinna stríðið, án þess að ganga of mjög á hlut þeirra ráðandi stétta. Hinsvegar færðust uppsteitir og verkföll sífellt í aukana, og bænd- urnir, sem áður höfðu fært sönnur á að þeir skirrðust ekki við að kveikja í höllunum, voru að missa þolinmæð- ina. Franska stjórnin varð gripin of- boði og lagði til að fluttir yrðu inn bandarískir verkamenn og látnir taka við af frönskum starfsbræðrum sín- um í skotfæraverksmiðjunum. Ætlun hennar var að senda alla vígfæra karl- menn í Frakklandi til vígstöðvanna. Svar þjóðarinnar var harðorð mót- mæli. Sósíalistarnir hótuðu að stofna til allsherjarverkfalls, og stjórnin hætti við áform sitt. En nú svipaðist hún um eftir tækifæri til að leysa upp stéttasamtökin. Það var ekki til set- unnar boðið. Þátttaka Bandaríkjanna í styrjöldinni hafði tryggt sigurinn, 216
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.