Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 79
ALÞJOÐAMAL OG ÞJOÐERNI
upplausnaröflum. Við höfum verið
vitni að því, hvernig mállýzkur hafa
horfið fyrir framan augun á okkur og
hið sameiginlega ríkismál komið í
þeirra stað. En það eru fyrst og fremst
tækniframfarir síðustu tíma, sem
skapað hafa fullgildar forsendur fyrir
slíkri þróun. Við getum þar af leið-
andi fullyrt, að hinar ytri forsendur
fyrir lausn á alþjóðamálsvandamálinu
séu þegar fyrir hendi: tilveruréttur
sameiginlegs alþjóðamáls, sem engum
breytingum myndi taka hljóðfræði-
lega og málfræðilega, er fullkomlega
tryggður. Við þurfum ekki lengur að
óttast, að málið myndi bráðlega detta
sundur í mállýzkur. En er þessu eins
varið um hinar innri forsendur?
Ef við eigum að geta svarað þess-
ari spurningu, verðum við fyrst að
gera okkur ljósar nokkrar grundvall-
arstaðreyndir. Mál og menning verða
ekki aðskilin. Hinn eini sanni tjáning-
armiðill inenningar hverrar þjóðar er
tunga hennar sjálfrar. Ef móðurmál-
ið er sett utangarðs, táknar það raun-
verulegt afsal þjóðar á þjóðerni sínu.
Vissulega er hægt að hugsa sér, að
líkt og ættflokkar hafa runnið saman
í þjóðir, muni þjóðirnar smátt og
smátt renna saman í stærri einingar-
heildir, þannig að einhverntíma í
framtíðinni fæðist raunverulegt alls-
herjarríki, reist á grundvelli sam-
felldrar, alþjóðlegrar menningar og
eins, sameiginlegs tungumáls. Hugar-
sýnir af þessu tagi eru samt næsta eðl-
isskyldar draumnum um þúsundára-
ríkið. Að undanförnu hafa verið
uppi sterkar tilhneigingar til að
mynda samstæða Evrópu, en engin
tillaga hefur komið fram í alvöru þess
efnis, að því mjög svo æskilega marki
verði náð á grundvelli eins samevr-
ópumáls og með því að leysa upp
þjóðfélög álfunnar. Enskan getur ekki
fremur en franskan eða þýzkan endur-
speglað alla evrópska menningu, hún
er fulltrúi einungis eins þáttar evr-
ópskrar menningar, sem þó er vissu-
lega mikilvægur. Jafnvel frændþjóð-
irnar þrjár, Norðmenn, Dani og Svía,
er ekki hugsanlegt að sameina í eina
þjóðfélagslega heild á þeim grund-
velli, að tungumál þessara þjóða
bræðist saman í eitt mál. Ef einhver
legði í alvöru frarn tillögu þess efnis,
sem studd væri slíkri forsendu um
samruna málanna, myndi hann gera
norrænni samvinnu sannnefndan
bjarnargreiða. Þær þjóðir, sem náð
hafa ákveðnu þroskastigi gæta vand-
lega og með fullum rétti þjóðtungu
sinnar og taka jafnvel ekki í mál að
ræða það sjónarmið, sem viki á brott
þjóðmálunum, ef það yrði ofan á.
Jafnframt því sem tungumál smá-
þjóða styrkja aðstöðu sína fjölgar og
hinum stóru menningarmálum óð-
fluga. Vakning hinna fjölmennu As-
íuþjóða, sem telja hundruð milljóna
manna, er staðreynd, og tungumál
þeirra munu brátt krefjast og fá mik-
ilvæga aðstöðu á alþjóðavettvangi.
221