Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Side 79
ALÞJOÐAMAL OG ÞJOÐERNI upplausnaröflum. Við höfum verið vitni að því, hvernig mállýzkur hafa horfið fyrir framan augun á okkur og hið sameiginlega ríkismál komið í þeirra stað. En það eru fyrst og fremst tækniframfarir síðustu tíma, sem skapað hafa fullgildar forsendur fyrir slíkri þróun. Við getum þar af leið- andi fullyrt, að hinar ytri forsendur fyrir lausn á alþjóðamálsvandamálinu séu þegar fyrir hendi: tilveruréttur sameiginlegs alþjóðamáls, sem engum breytingum myndi taka hljóðfræði- lega og málfræðilega, er fullkomlega tryggður. Við þurfum ekki lengur að óttast, að málið myndi bráðlega detta sundur í mállýzkur. En er þessu eins varið um hinar innri forsendur? Ef við eigum að geta svarað þess- ari spurningu, verðum við fyrst að gera okkur ljósar nokkrar grundvall- arstaðreyndir. Mál og menning verða ekki aðskilin. Hinn eini sanni tjáning- armiðill inenningar hverrar þjóðar er tunga hennar sjálfrar. Ef móðurmál- ið er sett utangarðs, táknar það raun- verulegt afsal þjóðar á þjóðerni sínu. Vissulega er hægt að hugsa sér, að líkt og ættflokkar hafa runnið saman í þjóðir, muni þjóðirnar smátt og smátt renna saman í stærri einingar- heildir, þannig að einhverntíma í framtíðinni fæðist raunverulegt alls- herjarríki, reist á grundvelli sam- felldrar, alþjóðlegrar menningar og eins, sameiginlegs tungumáls. Hugar- sýnir af þessu tagi eru samt næsta eðl- isskyldar draumnum um þúsundára- ríkið. Að undanförnu hafa verið uppi sterkar tilhneigingar til að mynda samstæða Evrópu, en engin tillaga hefur komið fram í alvöru þess efnis, að því mjög svo æskilega marki verði náð á grundvelli eins samevr- ópumáls og með því að leysa upp þjóðfélög álfunnar. Enskan getur ekki fremur en franskan eða þýzkan endur- speglað alla evrópska menningu, hún er fulltrúi einungis eins þáttar evr- ópskrar menningar, sem þó er vissu- lega mikilvægur. Jafnvel frændþjóð- irnar þrjár, Norðmenn, Dani og Svía, er ekki hugsanlegt að sameina í eina þjóðfélagslega heild á þeim grund- velli, að tungumál þessara þjóða bræðist saman í eitt mál. Ef einhver legði í alvöru frarn tillögu þess efnis, sem studd væri slíkri forsendu um samruna málanna, myndi hann gera norrænni samvinnu sannnefndan bjarnargreiða. Þær þjóðir, sem náð hafa ákveðnu þroskastigi gæta vand- lega og með fullum rétti þjóðtungu sinnar og taka jafnvel ekki í mál að ræða það sjónarmið, sem viki á brott þjóðmálunum, ef það yrði ofan á. Jafnframt því sem tungumál smá- þjóða styrkja aðstöðu sína fjölgar og hinum stóru menningarmálum óð- fluga. Vakning hinna fjölmennu As- íuþjóða, sem telja hundruð milljóna manna, er staðreynd, og tungumál þeirra munu brátt krefjast og fá mik- ilvæga aðstöðu á alþjóðavettvangi. 221
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.