Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 85
FLETT TVEIM NÝJUM BÓKUM
með nístandi augu að baki sér. Ljúflingur
brosir í nánd feigra manna, en nornir dansa
á hindarheiði.
Þriðji kaflinn fjallar enn framar um svip-
uð efni: minningu og arfsögn, heiðna nátt-
úru, blóðmetta geirarða, geirmerkta eld-
menn, fomeskju. Og enn lítur skáldið tré
veruleikans og hinn gula veg lífsins með
sömu tortryggninni og fyrr.
I fyrsta kvæði hins fjórða kafla gnísta
bræður fornra hrímþursa að vísu tönnum
„framaní dagsbirtuna", en „við erum í
sálarjafnvægi undir heillastjömu og fögn-
um því er þeir leggja upp í sína síðustu
ferð“. Þá vitrast egypzkur faraó allt í einu
skáldinu í draumi, en stökkur þegar á hrott,
„svartur sem bik“, er það biður hann um
sígarettu. Hverfur þá fjármanni Þverárhlíð-
ar sálarjafnvægið og vex honum nú þvflíkt
ásmegin að blóð hans „öskrar eins og haf-
sjór“ í næstu kvæðum, þar sem ráðizt er
heiftarlega á kattarmjálmsmenningu vora,
hótanir blóðbókarinnar, nýlendupólitík og
engladansleiki almættisins og aðra ónáttúru
himins og jarðar. En grafarar þeir sem
leggja guði blekkinganna og lyginnar tfl
hvílu þruma sitt stef: „veiztu það mold að
við emm frelsarar heimsins“. I þessum
kafla sýður reiði hins frána kolbíts sem
mundar spjótið fagurlega á fjórðu mynd
bókarinar og svo djúpt hefur sótt inn í
myrkrið að honum þykir sem brotthvarf
þess muni valda hruni.
Er þá komið að lokakaflanum, hinum
fimmta, þar sem skáldinu er runnin reiðin
og það gengur í hljóðri sorg á vit skógar
og dýra, vorgresis og laufvinda. Enn er þó
uggurinn hinn sami: „myrkrið er svo þúngt
í brjósti mínu“, ormstunga, blóðferill. Mað-
urinn biður konuna að fyrirgefa hvað
steinninn er svartur, en hann er þó spegill
hins ljósa dags —- undursins sem eitt sinn
kann að „brosa við öllu úngviði heimsins“.
Síðasta kvæðið heitir Járn — „ég stóð við
hliðið og hugsaði um nálægar tíðir" segir
þar að lokum.
Af þessu lauslega yfirliti ætti að mega
ráða meginsvip bókarinnar. Hún er með
nokkrum hætti nútímasaga íslenzka ljóð-
bóndans í hnotskurn eins og hún hefur
kristallazt í ungs manns brjósti á þessu um-
rótsskeiði þjóðlífs og veraldar. Allur tónn
verksins einkennist af ótta og trega, en ljóst
er að því veldur ekki einvörðungu sú sam-
eiginlega tortímingarhætta sem nú þjakar
gervalla mannkind, heldur einnig örlaga-
glíma átthagans við framandi og óræð
máttarvöld. í raun réttri eru þetta harmljóð
hjarðsveins sem sogast inn í sviptibylji
heimsmenningarinnar og leitar sér viðnáms
í einskonar fagnaðarkenndri örvæntingu.
Bókin er sköpuð í vörn hins uppflosnaða
dalamanns. Svið hennar er náttúra landsins,
efld hrolli hausts og vetrar og geigvænum
grunsemdum. Skáldið segir á einum stað:
ég vænti mér ekki hlíjSar
en dalur hví ertu mér harSleikinn
og hef ég þó engu níSi fariS um þessa byggS
Sá sem ekki skynjar sársaukann í þessu
andvarpi hefur trauðla gist né skoðað tré
íslenzks veruleika hin síðari árin.
En enda þótt höfundurinn sé í vöm leitar
hann sífellt sóknargengis í gömlum for-
teiknum sögu og sveitar: skírskotar til yngl-
inga, sveiflar um sig fomyrtu vígamáli,
grípur jafnvel til Ijóðstafa og ríms einmitt
þegar heljarkulið nístir sem bitrast. Vistin
í svartholi efans er orðin þessu unga skáldi
kvöl og neyð. Það vill brjótast út úr því og
berjast. Það vill finna arfi sínum stað í
sigurgöngu komandi dags.
Hver cggjar mig lögeggjan
sverS mitt bíSur hitaS í morgunroSanum
segir það á einum stað. Islenzkur veruleiki
þarf nú þegar á sverði skáldsins að halda
227