Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 86

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 86
TIMARIT MALS OG MENNINGAR ef hann á að verða möguleiki og varanleiki — en ekki dapurleikinn einn. 3 Hin bókin sem ég vildi hugleiða að nokkru heitir Milljónaœvintýrið. eftir Dag Sigurðarson. Það er lítil bók, ómyndskreytt og einföld í sniðum. Aftan á gulri kápu er skilgreining höfundar á tilgangi verksins, en hún er á þessa leið: ,JÉg vil skrifa um fólk og fyrir fólk. Eg vil segja lesandanum frá ýmsu sem hann veit hálft í hvoru en vogar ekki að gera sér grein fyrir, gefa honum eitthvað sem hann getur brúkað sér til lijálprœðis hérnamegin. Skáldskapur er runninn uppúr galdri en hversvegna menn fóru að stera til einskis, það er mér hulin ráðgáta. Skáldskapur œtti að stuðla að góðœri. Sœríngar sœrínganna vegna eru járánlegar, listin fyrir listina sömuleiðis. Það er einginn óvirkur skáld- skapur til. Hin svonefnda hreina lýrikk er apparat til þess að bœta meltíngu þeirra sem hafa efni á að éta yfir sig á virkum dögum, og fá hina til að gleyma andartak öryggis- leysi sínu í úreltu efnahagsskipulagi.“ I þessari bók eru ekki eingöngu ljóð. Fyrsti hluti hennar sem nefnist Utborgunar- dagur hefur inni að halda fjórar örstuttar sögur. Sú fyrsta segir af draumi Kötu í jóla- fríinu um að eignast „lifandi pissidúkku“. Onnur er um timbraðan timburmann sem fer að sækja kaupið sitt, lendir í útistöðum við peningaseðlana á leið sinni gegnum bæ- inn, rífur þá loks í tætlur og fleygir „rifrild- inu í göturæsið“. Svo flýtir hann sér út úr bænum og kemst í snertingu við vorið: brum á trjám og börn að leik. En þá kemur lögreglan allt í einu, grípur þennan pen- ingaslátrara og ekur honum fyrst á stöðina, en síðan á hæli þar sem hann er úrskurðað- ur geðveikur. Þriðja sagan er um pilt sem heimsækir stúlkuna sína um nótt eftir nokkrar kvöldtafir austanfjalls, rekur aug- un í úttroðna uglu á fataskápnum hennar, fær hugboð um að þessi fugl vizkunnar viti „hvað ég var að gera fyrir austan", snýr hann úr hálsliðnum og fleygir honuin út um gluggann. Síðasta sagan er um snáða einn sem sá „gegnum lífslýgina" fimm ára gam- all, „varð hirðfífl götustráka" og síðan full- orðinn daginn sem hann sá að stelpurnar höfðu fengið brjóst. Annar hluti bókarinnar heitir Krónur undan snjónum og er ljóðasyrpa. Fyrst talar skáldið um eðli orðanna, hávaða þagnarinn- ar og núllið' — „form nútímans". Síðan er gengið í kirkju, hið galtóma pakkhús guðs, og þaðan á skemmtistað þar sem „smáfisk- unum blæðir út“. Næst koma áskoranir til trúfífla um að leita uppi dyrnar á völundar- húsinu og ungra skálda um að hætta tungl- dýrkun og velja sér „sólina að leiðar- stjörnu". Spáð er fyrir flatningshnífum og pípuhöttum og höfuðborgin síðan ávörpuð á þessa leið: skál reykjavík skál harðsoðna hálfmelta brúðuborg skál esjan skartar snjóhettunni en veðurstofan spáir þíðu á morgun koma krónur undan snjónum verðlausar krónur undan snjónum skál fyrir peningalyktinni í austurstrœti slcál mér slœr fyrir brjóstið að norðanverðu skál í botn skál Þá er gerð ástarjátning sem gæti endað með dauða úr sjálfsástarsorg. Ferðast er í skröltormi milli stórborga, kaupsýslumað- ur, verkamaður og róni skoðaðir í bláma vorkvölds, sagt frá Völundi sem hefur græna jörðina fyrir skrifborð og formælir veður- blíðunni. Birt er gömul og ný frétt: „hinn mikli Bach er blánkur". Þar næst kemur óhugnanleg lýsing á andláti mínu, meðferð- inni á hinum jarðnesku leifum og upplogn- 228
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.