Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 88
TIMARIT MALS OG MENNINGAR ar kynslóðar. Það er hægt að deila um að- ferðina og horfur á árangri, en um liitt verður vart deilt að sjaldan hafi jafnt ungt skáld sýnt jafn ófyrirlátssaman vilja til end- urmats á lífsstefnu þjó'ðar sinnar. 4 Ég endurtek það sem ég sagði í upphafi þessa máls: mér virðist íslenzk ljóðlist standa í einkennilegum blóma. Hversvegna einkennilegum? Hér verður ekki reynt að renna öllum stoðum undir það orðalag. En ein er sú að ærinn hluti blómans er ekki viðurkenndur sem ljóð af dýrkendum hinna eldri forma. Hin er önnur, hversu mörg barnung skáld sækja samt sem áður fram af miklum þrótti og alvöru. Því til sönnunar þótti mér vænlegt að tilfæra nýútkomnar bækur þeirra Þorsteins frá Hamri og Dags Sigurðarsonar, ekki til að ritdæma þær — það læt ég öðrum eftir — heldur til að benda á hvernig þessir ungu menn með- höndla tvö megineinkenni þjóðlífsins, hvor eftir sinni reynslu: annar uppflosnun þús- undærrar bændamenningar, hinn ofvöxt borgarmenningar í burðarliðnum. Það er auðvelt að kalla verk þeirra tjasl eða gervi- Ijóð — hitt stendur samt stöðugt að þau eru mögnuð af skautum þeirrar spennu sem nú einkennir líf og ljóð íslendinga. Meginvandi ungu skáldanna er í því fólg- inn, hversu hryllilega atburðir síðustu ára- tuga hafa misþyrmt merkingu tungunnar. 011 eru þau að basla við að útrýma innan- tómum frösum gjaldþrota hugsjóna og kveikja máli sínu nýtt líf, nýjan sannleika, með umsköpun forms og hugmyndatengsla. Þessvegna er gildi orðsins þeim stöðugt um- hugsunarefni. Ilið íhugula, varkára skáld Sigfús Daðason sent gaf út merka ljóðabók í haust að leið segir þar á einum stað: Orð ég segi alltaj fœrri og jœrri orS erxda hajði ég lengi á þeim illan bifur. Tign mannsins segja þeir ])ó þeir geri sér ekki Ijðst að orð eru dýr né með hverju þeir geti borgað. í vísu þessari og svo kvæðiskaflanum öll- um er átakanlega lýst liarmi nútímaskálds- ins yfir saurgun þess dýra málms er það skyldi smíða vopn sitt af. „Gagnvart þess- um vanda hef ég lengi verið skelfingu lost- inn“ segir síðar í ljóðinu. Þorsteinn frá Hamri yrkir einnig um orð: Undur og stórmerki eygði í draumi sínum úngursveinn bak við hásœti kúgarans Vana; á skammdegismorgnum runnu sn œrökkurskíman og Ýnglíngasaga í eitt, orð lömdu hélaðar rúður: geji rúm konúngsbana. Trútt sinni gömlu köldu baðstofu tengir skáldið vandann við náttúruöfl og söguerfð, þannig að veðurlíkingin tjáir í senn magn- leysi orðanna og vonina um sigur yfir kúg- aranum. Dagur Sigurða ;on byrjar sína syrpu á kvæði um orð, þar sem hann lýsir fyrst flug- hraða þeirra og sprengimætti (sem Sigfús Daðason varar við, því auk þess sem „þau geta sprungið" sjálf „getur vöknað í púðr- inu“). Þar næst gerir Dagur sína bjartsýnu játningu: Orð eru tœki til að breyta heiminum hafa endaskipti á endemum umhverfisins Snýr síðan öllu við: húsum, trjám, verka- mönnum, heildsölum. Þannig glíma tíma- mótaskáldin án afláts við ragnarök borgara- legrar menningar, leita að gullnum töflum í grasi nýrrar veraldar, reyna að endurreisa vé valtíva. Vituð ér enn — eða hvat? „Ég vil skrifa um fólk og fyrir fólk.“ Undir þessa yfirlýsingu Dags Sigurðarsonar 230
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.