Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 93
UMSAGNIK UM BÆKUR þessara tveggja þjóða. Hvergi ntan Islands tíðkaðist slík sagnaskemmlun, og andleg velferð þjóðarinnar liefur eflaust vakað fyr- ir hinum fáfróðu stjórnarherrum í Hiifn. þegar þeir bönnuðu íslendingum að lesa sögur sínar. En tveim áratugum síðar birt- ast þessi tvö sagnabindi, sem ég gat um hér að framan. Tilgangur þeirrar útgáfu var einfaldleti sá að útvega þjóðinni gott og ódýrt lestrarefni. Utgáfa þessi var því ekki einvörðungu mótleikur gegn hinni fárá'i- legu tilskipun Dana, heldur var hér einnig um að ræða tilraun til að bæta það mikla afhroð, sem þjóðin hafði beðið við hand; ritasmölunina úr landi. Fornsögur þær, sem komu út á Hólum árið 1756, hafa oft verið gefnar út síðan. Og nýverið komu fimm þeirra út á vegum Hins íslenzka fornritafélags í vandaðri út- gáfu Jóhannesar Halldórssonar: Kjalnes- inga saga, Jökuls þáttur Búasonar, Víglund- ar saga, Króka-Refs saga og Þórðar saga hreðu. Hinar sögumar frá 1756 eru hér ekki með, enda hafa suinar þeirra komið áður út hjá fomritafélaginu, en hins vegar er hér í þessu bindi tveim bætt við: Finnboga sögu og Gunnars sögu Keldugnúpsfífls. Allt eru þetta hinar læsilegustu sögur, eins og al- þjóð mun kunnugt vera. Hólamenn árið 1756 voru í engum vafa um tilgang útgáfunnar, enda var þá mik- ill hörgull á góðum bókum prentuðum, og auk þess urðu menn þá mjög að treysta á handrit við sagnaskemmtunina. Því má skjóta hér að um útlendar útgáfur íslenzkra fornsagna, að þær höfðu að sjálfsögðu lítil áhrif hér á landi, enda voru þær bæði dýrar að verði og auk þess lítt sniðnar við hæfi sagnaskemmtunarinnar. Um tilgang fom- ritafélagsins horfir öðruvísi við. Nú emm vér frjáls þjóð, og enginn getur bannað oss að lesa fornritin. Og afstaða Dana til ís- lenzkra fornsagna hefur jafnvel breytzt svo mikið síðan á 18. öld, að nú fá útgefendur leyfi til að nota gömul skinnhandrit, sem forðum voru numin úr landi og voru út- gefendum því ekki tiltæk. Allt þetta sýnir miklar framfarir í viðskiptum þjóða. Og nú þarf ekki að óttast, að þjóðin þoli lestrar- hungur, þótt einstaka fornsögur komi ekki út í bókaflóðinu. Fornsögur vorar hafa því ekki jafnbrýnt erindi til þjóðarinnar nú á dögum og þær höfðu fyrir tveim öldum. Þá höfðu þær ekki eignazt keppinauta á borð við skemmtisögur Jóns Trausta, Einars Iíjörleifssonar, Halldórs Kiljans Laxness eða Ólafs Sigurðssonar. En allt um það munu þó margir lesa sögurnar enn, og er það vel, því að þegar íslendingar em hætt- ir að lesa sögurnar, eru þeir á góðum vegi með að glata þjóðemi sínu. Sögumar í hinu 14. bindi íslenzkra forn- rita eru einkum skemmtisögur, eins og raun- ar flestar íslendinga sagna og annarra forn- sagna vorra. Þó er auðséð af útgáfunni, að Jóhannes Halldórsson hefur ekki haft skemmtunargildið eitt í huga, og eykur það mjög á gildi bókarinnar, hve ítarlega hann hefur ritað um mannfræði þessara sagna (ég kann þó ekki við allar þessar athuga- semdir neðanmáls um menn, sem eru ekki nefndir í öðrum heimildum, því að slíkt er óþarfa smátíningur), staðfræði, handrit, eldri útgáfur, samband þessara sagna við aðrar sögur og margt annað, sem hann skrifar til skýringa og fróðleiks. Sumar at- hugasemdimar em þó á þá lund, að lesend- um gæti til hugar komið, að útgáfan sé gerð handa útlendingum. Það virðist til að mynda vera óþarft að skýra merkingu orðs- ins þjóðsmiður. Ég veit ekki betur en þetta orð sé enn næsta algengt í daglegu máli á íslandi. En slíkar aðfinnslur rýra lítt hið vandaða verk Jóhannesar. Örðugt er að skilja, hvers vegna fornrita- félagið skipar þessum sögum sér í bindi, því að þær eru úr ýmsum hémðum landsins og yfirleitt hefur sögunum verið raðað eftir 235
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.