Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 4

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 4
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og Baldurs Ragnarssonar, bókunum um Sovétríkin og Suðurameríku, þá er sá skerfur ekki lítill sem Mál og menning lagði til bókaútgáfu á þessu ári. Ég minntist á að við ætluðumst til mikils af félagsmönnum. Þar átti ég ekki eingöngu við að þeir legðu fram fé til bókakaupa eða fyrirtækja sem Mál og menning stendur að. Ég hef framar öllu í huga að við ætlumst til að þeir séu góðir lesendur og við höfum státað af því að enginn eigi betri lesendahóp en Mál og menning. Og hvað er að stunda bókaútgáfu, vera bókmenntafélag, vera góður lesandi? Það er að vilja leggja rækt við bókmenntir, eiga ást á þeim og skynja hvert er eðli bóka, að þær eru aringlóð sögunnar og tilverurök þjóðarinnar, að gera sér grein fyrir að bækur eru ekki glingur né hismi, heldur aflvaki og lifandi líf. Og þó sé gaman að handleika fagra góða bók, er ófullkominn skilningur að líta á bók eingöngu eem hlut: í rauninni er hún ekki bók nema í mjög þröngri merkingu. Tökum til að mynda Aðventu Gunnars Gunn- arssonar sem við gáfum út á fimmtugsafmæli skáldsins. Maður hefur ekki lesið vel eða lengi áður en maður gleymir því að vera með bók í hendi og er í staðinn kominn út i gerningahríð örlaganna í baráttu upp á líf og dauða. Eða mætti ég minna á Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Erum við ekki fyrr en varir komin með Bjarti veg allra mann- rauna frá örófi alda og inn í undraheim skáldskapar og þjóðsögu. Eða ljóð þjóðskáld- anna og rit hinna beztu fræðimanna. Eru þau aðeins bækur? Nei, þau eru andrúmsloftið sem við lifum í, hliðstæð náttúru landsins, þáttur af uppeldi okkar, strengur í brjósti okkar, sá heimur skáldlegrar sýnar er gefur veruleikanum víðáttu dýpt og fegurð. Einhver hefur sagt að lesandinn sé „betri helmingur" skáldsins. Félagsmenn Máls og menningar þurfa að vera það afl í landinu sem hrekur á burt ómenninguna og stendur vörð um arfhelgi bókmenntanna. Mál og menning er sprottin upp af sameiginlegri hugsjón alþýðu, skálda og mennta- manna. Sú hugsjón hefur á undanfönium aldarfjórðungi farið sigurför um heiminn. Hún er hin rísandi sól vorrar aldar, eldurinn á fjallstindum jarðar, eldurinn í brjósti miljóna. Við tölum um verkefni og segjumst hafa leyst hin og önnur verkefni. Verkefni eru aldrei leyst. Mál og menning hefur ekki leyst nein verkefni. Verkefni bíða alltaf óleyst eftir starfi næsta dags. Hið eina sem við getum sagt er að Mál og menning hefur að ýmsu leyti styrkt aðstöðu sína. Þó er félagið í vanda statt: það er hlaðið skuldum og liefur ótrygga stöðu á Laugavegi 18, þeim stað sem það hefur fórnað mörgum árum til að festa sér. Þeir sem þangað komu í Bókabúð Máls og menningar íyrir jólin og sáu fólksstrauminn, allar þær hendur sem teygðu sig eftir bókum og fjölluðu um þær, þeir geta skilið að okkur er sárt um þennan stað. Þegar bókabúðin var opnuð þar fyrir rúmu ári komst ég svo að orði: Það er ekki annað en skyldug virðing sem Mál og menning sýnir félagsmönnum sínum, bókamönnum íslands, skapendum og unnenduin bókmennta, að veita þeim aðgang að fagurri bókabúð, rúmgóðri og bjartri, þar sem hátt sé til lofts og vítt til veggja. Það er í samræmi við þann hugarheim sem Mál og menning og höf- undar félagsins leitast við að skapa þjóðinni: hugarheim sem sé víður og bjartur. — Vilja félagsmenn að Mál og menning missi þennan stað eða verði að þrengja þar að sér? Mál og menning á öll sín verkefni óleyst. Er Island frjálst? Standa bókmenntirnar í blóma? Er alþýðan vakandi? Eru leiftrin skær af hugrekki menntamanna? Eru hjörtun brennandi? Eiga hugsjónirnar sér heita formælendur? Hvenær hefur verið meiri þörf á trúrri varðstöðu um íslenzka menningu? E. A. 274
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.