Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 5
HALLDÓR KILJAN LAXNESS
ísland, Norðurlönd og Evrópa
Yeröld okkar íslendinga hefur minnkað síðan á miðöldum. Tvö hundruð
ára landnámsþjóð á þessari afskekktu eyju fannst hún á elleftu öld
hvorki eins lítil né einmana og síðar varð. Hún hafði verzlunarsambönd við
Norðurlönd og í Vesturvegi (þar sem nú heitir Stórabretland) og sannanlega
einnig við strandhéruð Frakklands (Normandí). Landnámsþjóðin unga sendi
beztu syni sína til meginlandsins í leit að æðri menningu. En í þá daga skipt-
ist lærdómsheimur Vesturlanda ekki í sveitir eftir þjóðum eins og nú. Latína
var allsherj artunga vestræns lærdóms, hvort heldur var í Haukadal, þar sem
Ari fróði stundaði nám, Bæ í Borgarfirði, þar sem Frakkinn Rúðólfur (f
1052) hélt Borgfirðingum skóla, eða í Herfurðu á Þýzkalandi, þar sem ís-
leifur, fyrsti Skálholtsbiskupinn, var við nám, og í París, þar sem Sæmundur
fróði mælti svo lengi á þessa tungu að hann hafði gleymt móðurmáli sínu
þegar vinir hans komu frá íslandi til þess að sækja hann. Þeir íslendingar
munu fáir sem nú lesa og tala svo mikla latínu að þeir gleymi íslenzku.
Athyglisvert er að á þessum öldum var sú veröld sem við áttum þátt í svo
stór að Róm var menningarmiðstöð íslendinga, ennþá finnst reyndar sönnum
íslendingum þessi æruverða borg vera höfuðstaður fornrar sögu okkar. Æðsta
yfirvald okkar í siðferðilegum, andlegum og í nokkrum mikilvægum atriðum
einnig í veraldlegum efnum átti þar aðsetur. Ekki aðeins æðstu embættismenn
okkar, biskupar og tiltölulega fjölmenn klerkastétt, voru beinlínis háðir Róm
eða stóðu óbeint undir páfastóli um hendur útibúa hans erkistólanna: einnig
óbrotin íslenzk hjörtu okkar horfðu til Róms. Ekki aðeins virðulegir og stór-
ættaðir þjóðglæpamenn okkar voru sendir þangað til að standa skriftir;
múgamaðurinn tók sér einnig glaður skreppu um öxl og lagði land undir fót
með smásyndir sínar brennandi á vörum til þess að sættast við guð í Róma-
borg, — ferð sem að vísu er enn löng jafnvel að áliti flugaldar, en þessum
mönnum ekki nema örlítið brot úr eilífðinni, enda komust þeir stundum ekki
heim aftur.
275