Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Blaðsíða 6
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Til er ennþá gestabók frá 11. öld úr Benediktsklaustrinu forna á eynni
Reichenau í Bodenvatni sem löngu er dregið undir leikdóminn; í henni standa
meðal annars nálægt tveim tugum þekkjanlega íslenzkra nafna, bæði kvenna
og karla, og gestafaðirinn hefur tilfært heimaland þeirra Hislant terra: ís-
lenzkir rúmferlar.
Guðríður Þorbjarnardóttir, sem á 11. öld dvaldist allt að áratug í Norður-
ameríku með bónda sínum og ól þar börn, gekk einnig til Róms eftir að hún
var heim komin til Skagafjarðar. Þessi íslenzka kona hafði séð stærra heim
en nokkur önnur manneskja henni samtíða í Evrópu. Hún hlýtur að hafa sagt
fróðlegar sögur í Rómaborg, að minnsta kosti skriftaföður sínum. Fimm aldir
liðu áður en önnur kona evrópsk sæi svo vítt af veröld.
Fánýti smáþjóða — ein af eftirlætisstaðhæfingum Hitlers sem dr. Adenauer
hefur nú tekið upp í ræðu — var staðlaus hugmynd í Evrópu miðalda, þar
sem meginhugsjón kristindómsins, að allir hafi jafn-dýrmæta sál í augliti
guðs, var undirstöðuatriði, allar hugleiðingar og hugsjónir voru kerfisbundn-
ar og samstilltar innan sameiginlegrar sköpunarsögu, og þar sem villutrúar-
mönnum, þ. e. opinberum frávillingum, var samkvæmt kenningunni aðeins
búin ein réttlát meðhöndlun, raunar hin sama og myntfölsurum: að vera
soðnir. Leyfist mér að bæta því við innan sviga að sumir bjartsýnir frétta-
skýrendur nú á dögum halda að Efnahagsbandalagið undir stjórn Suður- og
Miðevrópu muni þegar stundir líða fram koma kaþólskri trú aftur á Norður-
lönd.
í samskiptum íslendinga við Norðurlönd til forna virðist vitundin um
sjálfsagðan sameiginlegan menningararf innan sama málssvæðis hafa verið
þyngri á metunum en gagnkvæm „menningartengsl“ í hinum sérstaka nútíma-
skilningi. En íslendingar taka ekki þátt í þeirri þróun sem fram fór á Norður-
löndum. Á þremur fyrstu öldum þjóðarævinnar eru íslendingar að vísu öðru-
hverju veitendur í samskiptum Norðurlanda og íslands, bæði sem sagnamenn,
rithöfundar (í Noregi), heimildarmenn latínuskrifandi sagnaritara (einnig í
Danmörku), svo og sem hirðskáld, en samt fer íslenzk þekking og kunnátta
snemma að verða úrelt og utangátta, kannske líka með útkj álkasvip, í augum
Norðurlandabúa sem bjuggu við sívaxandi áhrif sunnan að, og áttu í höggi
við beina ásókn þýzkrar verzlunar, handiðnaðar og smám saman einnig, að
minnsta kosti í Danaveldi, þýzkrar hernaðarstefnu.
Hið engilsaxneska og norræna Stórabretland var einnig á 11. og 12. öld
svæði þar sem íslendingar fóru ferða sinna vandkvæðalaust og virðast hafa
276