Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 8
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
lokazt við siðaskiptin og sambandið við siðmenntandi samevrópskan krislin-
dóm var rofið að fullu og öllu.
Ásókn danska konungsvaldsins, sem bar á sér yfirskin tilraunar til að tjarga
upp kristindóminn, olli því að uppsprettur menningaráhrifa okkar fluttust um
set. Kaupmannahöfn varð nú menningarljóri okkar næstu þrjár aldir. Höfuð-
borg Danmerkur var á þessu skeiði ekki annað en fátæklegur angi norður-
þýzkrar hjáleigumennsku, nánast andlegt útibú frá Saxlandi, enda er mestur
hluti hinna eiginlegu dönsku alda af augljósum ástæðum um leið sorglegt
hnignunarskeið íslenzkrar menningar. Það er ekki ofmælt að hin ófrjóa norð-
urþýzka sértrúarkredda sem danska konungsvaldið hafði að skálkaskjóli hafi
verið íslendingum menningarlegt og siðferðilegt áfall.
Norðurlönd eru nú á dögum full af nútímatækni sem er þjóðernislaus í
sama skilningi og sýsl með hrafntinnu var á steinöld. En rétt er að leggja á það
áherzlu að land eins og Danmörk hefur einnig á okkar öld öðlazt nýtt blóma-
skeið í ýmsum greinum hagnýtra lista, the applied arts, en í þeim á danska
þjóðin þrjú þúsund ára arfleifð. Norðmenn sem fyrstir í sögu sjóferða sigr-
uðust á úthafi, en það jafngildir tunglflugi nú á tímum, halda ennþá tignar-
sæti á höfum úti.
En sú þjóðverjadýrkun, eða ættum við að segja þjóðverjadýrð, sem í sí-
vaxandi mæli lagði undir sig Norðurlönd frá því seint á miðöldum, náði há-
marki í lúterstrú og hlaut eðlilega hnignun í hinni furðulegu goðmögnun á
Johann Wolfgang Goethe, sem samkvæmt almennum norrænum skólalærdómi
var fremstur allra andans manna í Evrópu (Friedrich Schiller var næstur í
röðinni að því ég bezt man) — þessi dýrð virðist nú vera úr sögunni. Norður-
lönd skipa sér nú á dögum að baki Þýzkalandi, ekki af menningarlegum eða
andlegum ástæðum, heldur þrátt fyrir að Þjóðverjar að frátöldum örfáum
undantekningum eru verstu rithöfundar í Evrópu, klekja út heimspekikerfum
sem óvenju sjaldan hljóta staðfestingu reynslunnar, og súpa auk þess að
Hitler gengnum seyðið af menningarlegu gjaldþroti og siðferðilegu hruni.
Menn sýna Þjóðverjum nú á dögum virðingu sem reist er á staðreyndum, af
því að þeir eru góðir verkfræðingar, kaupmenn og skipuleggjendur, sem með
iðni og friðsamlegri starfsemi hafa ennþá einu sinni komizt í fararbrodd og
áunnið sér þá úrslitaaðstöðu í Evrópu sem hervaldssinnar þeirra hafa svo gott
lag á að eyðileggja stöðugt aftur.
En þess eru greinileg merki að í stað þess að vera þýzkt menningarhérað
eins og í fyrri daga séu Norðurlönd á hraðri leið að sökkva sér í ensk-
ameríska hrifningu, sem ekki virðist einlægt eiga sér neina stoð í staðreynd-
278