Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 9
ÍSLAND, NORÐURLÖND OG EVRÓPA
um, heldur miklu fremur bera vott um menningarlega auðn eða í hæsta lagi
þörf á að leita björgunar úr menningarlegu stefnuleysi sjálfra sín. Mætti ég í
því sambandi vitna í ummæli dansks bókaútgefanda við mig fyrir skemmstu,
að í Danmörku einni bætist við á hverju ári tíu þúsund enskulæsir skólanem-
endur sem leggjast í lestur á enskum vasaútgáfum, paperbacks, og að innlend
bókaútgáfa á Norðurlöndum verði æ meir að einskorða sig við staðbundið
innlent prentmál.
Enskudekrið á Norðurlöndum ber vott um eins konar vanmetakennd út-
kjálkamanna, þó að bægt sé að réttlæta það eins og alla hjáleigumennsku með
eðlilegu aðdráttarafli miðbiksins á útjaðarinn. Evrópa fað undanskildum
Norðurlöndum og Hollandi) er nú á dögum eina beimsálfan þar sem enska
er í raun og veru óþekkt tunga í fjölmennasta þéttbýlinu — nema á ferða-
mannabótelum þar sem menn segja please og beejsteak; og svo vitanlega í
áhrifalausum enskudekursklúbbum. í hinum heimsálfunum, Ameríku, Ástra-
líu, stórum svæðum í Asíu og Afríku, er enska ef ekki aðaltunga þá sjálfsagt
samskiptamál milli manna sem mæltir eru á ólíkar tungur. Það er óhugsandi
að Frakka detti í hug að reyna ensku við venjulegt fólk á förnum vegi á Þýzka-
landi, en það hef ég oft heyrt Norðurlandabúa gera; á Indlandi er enska aftur
á móti eðlileg sambandstunga milli Indverja sem talar malayalam og annars
sem mælir á hindi. Mér gleymist ekki hve flatt það kom uppá mig í Manila að
verða þess vísari að Filippseyingar eru nú á dögum enskumælandi þjóð; upp-
hafleg tunga þeirra er ekki framar talin blutgeng. Þróunin virðist stefna í
sömu átt á Norðurlöndum, ekki sakir ensk-amerísks hernáms, heldur af
snobbi —nákvæmlega sama þróunin og á dögum þýzkudekursins.
Augljóst er að því meir sem þrengist það svæði er áhuga hefur á norrænum
fræðum, því fremur hljótum við íslendingar að kenna okkur einangraða og
einskis virta í því hlutverki að varðveita og endurnýja klassíska arfleifð. Fáum
við ekki á þessu sviði neina verulega hvatningu og stoð frá norrænum þjóð-
um, þá verður allt sem kallað er „staða fslands meðal Norðurlanda“ tóm
fjarstæða. Því verður ekki neitað að afleiðingarnar af þessum norræna sam-
drætti birtast með ískyggilegum þunga á íslandi á okkar tímum. í andlegum
efnum höfum við aldrei í sögu okkar verið eins smáir og nú. Ef við höfum enn
einu sinni hið ritaða orð að mælistiku, þá tjáir ekki að neita því að rithöf-
undarstörf okkar nú á dögum mótast af útkjálkabrag, sem allt of oft (þó
kannske hvergi eins og í blaðamennsku) getur af sér barnaheimilis-hugarfar
— einkenni sem eru ekki til í sjálfstæðri fornri arfleifð okkar. í stað þess að
279