Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Síða 13
ÞRJÁR KYNSLÓÐIR
stundu eins og af sjálfu sér. Sú staðreynd verSur ekki lengur umflúin að
reginsterk heimsöfl sem til skamms tíma voru þjóðinni framandi eru nú stöð-
ugt að verki í lífi hennar án þess henni hafi auðnazt að gera sér viðhlítandi
grein fyrir eðli þeirra og áhrifavaldi.
Ég vil í þessu máli mínu leyfa mér til hægðarauka að einkenna þrjár síð-
ustu kynslóðir íslendinga með þeim hætti. að kynslóðina fyrir fullveldisviður-
kenninguna 1918 nefni ég sjálfstœðiskynslóð, næstu kynslóð, sem staðfesti
sigur hinnar fyrstu 1944 og enn mótar stjómarfar landsins, nefni ég lýðveldis-
kynslóð, og hina yngstu, sem alin er upp eftir hernámið 1940 og hrátt tekur
völdin í sínar hendur, nefni ég stríðsgróðakynslóð — og er það enganveginn
meint henni til minnkunar, heldur virðist einsætt að kenna hana við það
fyrirbrigði sem langmestu hefur valdið um mótun hennar og lífsviðhorf.
Um leið og íslenzka lýðveldið var stofnað þraut með öllu sá grunnur sem
undangengin þjóðfrelsisbarátta hafði staðið á. Það er engu líkara en að um
leið og fullt stjórnarfarslegt sjálfstæði var fengið hafi þjóðin tekið að meta
það hugtak út frá þveröfugum forsendum: ályktað sem svo að þarna hefði hún
loksins eignazt þann töfragrip sem ekki gæti glatazt, hvernig sem með hann
væri farið og jafnvel hversu oft sem hann væri seldur. Eða hvernig gat höfuð-
kempur sjálfstæðiskynslóðarinnar órað fyrir að lýðveldiskynslóðin, sem upp-
skar ávextina af baráttu þeirra, mundi við fyrsta tækifæri ánetjast erlendu
hernaðarbandalagi, kalla erlent herlið inn í landið, láta erlent herveldi kúga
sig ófyrirsynju til undansláttar um landhelgina og stefna loks að því ráðnum
huga að hverfa sem lengst inn í auðhringasamsteypu erlendra hervelda? En
allt hefur þetta þegar gerzt eða verið undirbúið án þess borið hafi á nokkru
verulegu hiki eða samvizkubiti ráðamanna þjóðarinnar.
Það er harður dómur, en því miður réttur. að segja að lýðveldiskynslóðin
auki sífellt á siðferðilegt gjaldþrot sitt með því að svívirða án afláts arfleifð
sjálfstæðiskynslóðarinnar og stofna ekki aðeins frelsi, heldur beinlínis lífi
og tilveru þjóðarinnar í bersýnilegan voða. Þessi staðreynd er þeim mun
hörmulegri sem hið gullna tækifæri lýðveldiskynslóðarinnar var stórkostlegra.
Engin íslenzk kynslóð hefur átt þvílíka möguleika til að nota sér heimstaflið
til menningarlegra og siðferðilegra sigurvinninga en einmitt hún. Staðsetning
hennar á hnettinum var í þeim mæli í brennipunkti stórveldaátakanna að ein-
sætt var að gera þá aðstöðu að sverði íslands og skildi fyrir varðveizlu hlut-
leysisyfirlýsingarinnar frá 1918 og skipa sér í fararbrodd smáþjóða um að
beita sér gegn vígbúnaðaræði kalda stríðsins og varðveizlu friðar í heiminum.
Þannig var í lófa lagið að gera þessa minnstu þjóð veraldar að fyrirmyndar-
283