Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Blaðsíða 15
ÞRJÁR KYNSLÓÐIR
og samtíð. Þar eru „góðu börnin“, hin íhugulu og rannsakandi — hæversk,
reglusöm, námíús, ástundunarsöm o. s. frv. Þau velta fyrir sér ástandi og
horfum, reyna að kryfja hlutina til mergjar jafnt hérlands sem þarlands — og
lízt hreint ekki á blikuna. Styrjaldir, kalt stríð, hernám, siðspilling, upplausn
— allt eru þetta staðreyndir sem hljóta að fylla hina ungu leitandi hugi tor-
tryggni og kvíÖa. Atökin milli heimsblakkanna í austri og vestri eru svo risa-
vaxin og hamrömm og áróðurinn á báða bóga svo illvígur og mótsagnafullur
að þessu óráðna æskufólki hrýs yfirleitt hugur við þjóðmáluin og heimsmál-
um, sósíalisma jafnt sem kapitalisma. Hví skyldi það, sem býr í góðum húsa-
kynnum, á falleg föt, fær gott að borða, hefur nóga vinnu og getur skemmt
sér að vild — hví skyldi það vera að hælta nokkru fyrir svokallaðar hugsjón-
ir sem búið er að afskræma og misþyrma, fyrir einhvern málstað sem aldrei
hefur blandazt hjartablóði þess? Hví ekki að hafa hægt um sig og reyna að
njóta þessa fallvalta lífs meðan það gefst?
Eitthvað á þessa leið hygg ég að þau viÖhorf séu sem því valda að hinn
hugsandi hluti stríðsgróðakynslóðarinnar reynist margfalt hlédrægari og ófús-
ari til félagslegra stórræða og átaka en lýöveldiskynslóðin var á sínum yngri
árum. Þá var vaxtarbroddur æskulýðsins gagntekinn af hinni framvísandi bar-
áttu feðra sinna, sjálfstæðiskynslóðarinnar, og hvarvetna í fararbroddi félags-
mála og menningarviðleitni, enda þótt hún yrði að slíkum umskiptingi sem
raun ber vitni strax og henni opnuöust „öll ríki veraldar og þeirra dýrð“. En
út á það drekka nú afkomendur hennar sitt görótta vín.
Hvar er íslenzka þjóðin? Hvað hefur gert hana svona andvaralausa og sljóa
gagnvart hinum skuggalegu atburðum í örskammri lýðveldissögu hennar?
Hvað er það sem fær hana til að sætta sig við endalaust hernaöarbrask og
réttindamissi á sjálfum morgni sjálfstæðisins? Ástæðurnar eru vafalaust
margar og flóknar. Ég vil aðeins benda á tvær með örfáum orðum.
í fyrsta lagi var það langhungruð og örsnauö þjóð sem stofnaði lýðveldið
1944 og það hefur auðvitað átt sinn þátt í því að gera henni hinar skjótvirku
hernaðarmútur og allsnægtirnar sem þeim fylgdu að siðferðilegri ofraun.
Þjóðin hefur blátt áfram étið yfir sig, gleypt veizlukostinn sér til óbóta, án
þess að hugleiða að með slíku áframhaldi er hægt að sprengja sig. Þetta
hefur hvergi komið berlegar í ljós en í uppeldi hennar á stríðsgróðakynslóð-
inni.
í öðru lagi hefur tækniþróun kjarnorkualdar þjappað heimsbyggðinni svo
saman að tilhneiging þjóðanna til samruna í æ stærri heildir vex með hverj-
um deginum sem líður. Tilkoma heimsríkis í einhverri mynd virðist í nánd.
285