Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 16
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR
Sumir munu telja spurningar sem þessar orðnar timabærar: Borgar sig að
vera að burðast lengur með sérstakt þjóðfélagskríli hér á íslandi? Er ekki
miklu hagkvæmara og göfugra að vera víðsýnn heimsborgari en sérvitur ís-
lendingur? Er tunga okkar og saga svo mikils virði að rangt sé að fórna þeim
á altari nýrrar ríkjasamsteypu, ef það tryggir okkur meiri arð og meira ör-
yggí?
Margt verður að breytast til þess að unnt sé að ræða slíkar spurningar í
fullri alvöru, hvað þá svara þeim játandi eða neitandi. Enn er heimurinn klof-
inn í tvo fjandsamfega meginhluta, auk ótal fleiri sundurleitra hópa. En jafn-
vel þó allt væri reiðubúið undir komu heimsríkisins yrði það andlegri menn-
ingu slíks samfélags til óbætanlegs tjóns ef tunga og menningararfur hverrar
þjóðar um sig liði undir lok. Það væri sama og að slitnir væru aliir streng-
irnir af lífshörpu mannkynsins og hún hvolfdi á veggnum nakin og hljóð.
Því aðeins getur þjóð orðið fullgildur aðili að slíku hnattríki og hver einstakl-
ingur hennar fullgildur heimsborgari að hún haldi áfram að varðveita og
ávaxta sérkenni sín og reynsiu — að hún verði sá strengur sem hljómar því
skærar sem harpan verður stærri og margslungnari.
En þannig hugsa þeir ekki, forkólfar auðhringanna og stríðsgróðastofnan-
anna í Ameríku og Evrópu, sem hafa lýðveldiskynsióðina íslenzku að leik-
soppi. Samrunaþrýstingur tækniþróunarinnar er að vísu vatn á þeirra myllu:
með öllum ráðum reyna þeir að beita honum tii framdráttar sínum eigin
samruna til þess með því móti að tryggja sér fyrirfram vald yfir hinu tilkom-
andi heimsríki. Þetta er meðal annars höfuðástæðan fyrir stofnun og stefnu
Efnahagsbandalags Evrópu. En þar er sízt verið að búa í haginn fyrir andlegt
samspil þjóða, heldur smíða þá gróttakvörn sem mala skal í gulldust siðferði-
legt viðnám almennings. Hér er um hættu að ræða sem lífsnauðsyn er að átta
sig á. Reynt verður að telja fólki trú um að þeir sem ekki vilja þegar gína við
hverju nýju bandalagi eða samsteypu séu fjandsamlegir allri þróun. Þannig
getur eðlileg og heilbrigð þrá þjóðarinnar til að hlýða kalli tímans lent í óvið-
ráðanlegri svikamyllu fyrr en varir.
Ég hef í þessu máli mínu valið þann kost að deila ekki fyrst og fremst á
einstaka stjórnmálaflokka eða stéttir eða valdsmenn, heldur þjóðina alla og
þá sérstaklega mína eigin kynslóð, lýðveldiskynslóðina, sem ber höfuðábyrgð-
ina á því hvernig komið er sjálfstæðismálum íslendinga. Það er enn skoðun
mín, sem ég hef stundum áður látið í ljós, að tilgangslítið sé að ákæra og for-
dæma valdhafana eina. Meirihluti þjóðarinnar hefur kosið yfir sig þessa
valdhafa og það meira að segja oftar en einu sinni eftir að sjálf afglöpin hafa
286