Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Síða 21
GÍSLI ÁSMUNDSSON
Einstaklingsliyggja - félagshyggja
Afmœlisþankar
MEÐ örum viðgangi innlends kapítalisma upp úr síðustu aldamótum greip
óðfluga um sig meðal alþýðu manna skilningur á því, að hún yrði að
bindast samtökum til þess að geta haft í fullu tré við hið nýja vald, sem
nú var komið til sögunnar og færðist hratt í aukana, peningavaldið. Komnir
voru fram á sjónarsviðið atvinnurekendur, einstaklingar og félög, ólíkt að-
sópsmeiri á sviði atvinnulífs og stjómmála en hinir gömlu selstöðukaupmenn,
þótt harðdrægir væru. Það var tiltölulega auðskilið mál, að hinir mörgu og
efnahagslega veiku gátu jafnað metin í samskiptunum við hina fáu og efna-
hagslega sterku með því að styðja hver annan, bindast samtökum, enda var
reynslan í nágrannalöndunum, þar sem hliðstæð þróun alþýðusamtaka hafði
verið áratugum fyrr á ferðinni, öruggur leiðarvísir. A skömmum tíma voru
stofnuð kaupfélög í sveitum og verkalýðsfélög við sjávarsíðuna um allt land,
og hámarki náði þessi skipulagning með myndun landssambanda þessara
samtaka og stofnun stjómmálaflokka, er heyja skyldu hagsmunabaráttu al-
þýðunnar á stjórnmálasviðinu. Og munurinn sagði fljótt til sín: afkoman
batnaði, löggjafarstarfsemin mótaðist í ríkara mæli en áður af hagsmunum
almennings. Alþýðan fann það í reyndinni, að þessi starfsemi hennar á félags-
málasviði var í rauninni efnaleg og andleg sjálfstæðisbarátta hennar. Lítils-
megnugur kotbóndinn fékk aukið sjálfstraust og reisn, þegar hann fann, að
hann gat allt í einu látið til sín taka í opinberu lífi, gat látið rödd sína heyrast
og komið fram hagsmunum sínum fyrir töframátt samtakanna. Og vinnuhjú-
in, sem löngum höfðu átt fárra kosta völ, gátu nú í fyrsta sinn um frjálst höf-
uð strokið, er þau voru flutt að sjónum og orðin fullgildir samningsaðilar
um kjör sín.
Starfsemi þessara alþýðusamtaka allra miðaðist við það að gæta hagsmuna
verkalýðsstéttarinnar og bændastéttarinnar innan þess ramma, sem kapítal-
ískir þjóðfélagshættir settu þeim. Hugmyndir brautryðjendanna höfðu að
vísu bent fram til nýrra þjóðfélagshátta án stéttaskiptingar, en þær féllu í
291