Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Síða 25
EINSTAKLINGSHYGGJA ----- FÉLAGSHYGCJA
Utkoman er þá í stuttu máli þessi: Einstaklingshyggjan færði alþýðustéttun-
um nokkra hagsæld í bili, en síðan vaxandi erfiðleika og hættur. Nú er svo
komið, að ungt fólk getur naumast reist bú í sveit, en launþegar verða að
vinna þriðjungi lengri tíma en stéttarbræður þeirra á Norðurlöndum fyrir
sömu verðmætum. A Norðurlöndum eru reyndar strangar skorður reistar við
eftirvinnu. Langískyggilegast er þó það, að sú hætta vofir yfir, að alþýðustétt-
irnar láti sjálfan frumburðarrétt sinn til landsins I kaupbæti fyrir hinn dýr-
keypta baunadisk.
Þó að seint sé, kann að vera fróðlegt að leiða hugann að því, hver þróunin
hefði getað orðið, ef alþýðustéttirnar hefðu frá upphafi haft vaðið fyrir neðan
sig og reynt að stilla eftirvinnu sem mest í hóf, en að rækja því betur stéttar-
samtök sín. Setjum svo, að megninu af þeim tíma, sem farið hefur á síðast-
liðnum tuttugu árum í eftirvinnu, hefði verið varið til félagsstarfsemi, menn-
ingarstarfs hvers konar, þar á meðal lestrar góðra bóka að gömlum og góðum
sið, þá mundu alþýðusamtökin nú tvímælalaust voldug og sterk og áhrif þeirra
í þjóðfélaginu nokkum veginn í samræmi við hina háu meðlimatölu þeirra.
Þá mundu alþýðustéttirnar eiga öruggan meirihluta á Alþingi og við völd
mundi sitja ríkisstjóm, sem stjórnaði út frá hagsmunasjónarmiðum yfirgnæf-
andi meirihluta þjóðarinnar. Það er lítill efi á, að þessi leið hefði orðið ólíkt
farsælli. Reynslan undanfarinn aldarfjórðung sýnir það áþreifanlega, að sam-
starf og samhjálp er eina færa leið alþýðustéttanna til farsældar, en einstak-
lingshyggjan leiðir út í ógöngur.
Sem betur fer sjást þess merki, að alþýðustéttimar séu farnar að átta sig á
þessari reynslu, enda kunna að vera síðustu forvöð að stinga við fótum. Það
er nauðsynlegt að blása nýju lífi í starfsemi stéttarfélaga alþýðunnar, auka
stéttarvitund og einhug innan þeirra og tygja þau til nýrrar sóknar. En sókn
alþýðustéttanna verður aldrei rishá né langæ, nema þær séu andlega sjálf-
stæðar, viti, hvað þær vilja og geri sér glögga grein fyrir, hvernig markinu
skuli náð. Til þess þarf sjálfstæða þekkingaröflun, sjálfstæða menningarstarf-
semi. Hvað mundi þá eðlilegra en að taka upp aftur þráðinn frá því fyrir stríð
og efla hið alþýðlega menningarfélag Mál og menningu til blómlegrar menn-
ingarstarfsemi? Það var frá upphafi tilgangur félagsins, og er enn, að verða
alþýðustéttunum lyftistöng í sókn þeirra til betra og farsælla lífs. Það mundi
bezt afmælisgjöf Máli og menningu til handa og jafnframt hinn þarfasti greiði
við alþýðustéttirnar, ef hinir fjöhnörgu velunnarar félagsins beittu sér nú af
alefli fyrir því að tengja það nánari og lífrænni höndum við önnur alþýðu-
samtök en nokkru sinni fyrr.
295