Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 26
BJÖRN JÓHANNESSON
Raunvísindi og íslenzkur þjóðarbúskapur
Nýlega dróst ég á það við ritstjóra þessa tímarits að setja saman stutta
grein í tilefni af 25 ára afmæli Máls og menningar. Skyldi hún fjalla að
meginefni um hlutverk og stöðu raunvísinda í íslenzku þjóðfélagi. Raunar hef
ég lítið af mörkum að leggja í þessu efni er til nýjunga geti talizt, en þar eð
hér ræðir um mikilvæg málefni fyrir nútíð og framtíð lands vors er ekki að
ófyrirsynju að þau séu hugleidd af sem flestum.
Aður en lengra er haldið mætti spyrja við hvað só átt með orðinu raunvís-
indi. Naumast mun tiltæk einhlít skilgreining á þessu hugtaki, en í sambandi
við þennan greinarstúf getur sá skilningur nægt, að raunvísindi eða vísindaleg
vinnubrögð séu hlutlæg fræði eða rökréttar vinnuaðferðir til að skýra náttúr-
leg fyrirbæri og leysa náttúrufræðileg eða tæknileg viðfangsefni. Raunvísindi
eru vinnubrögð stærðfræðilegrar rökfræði, eða skynsemi, og styðjast við
staðreyndir og lögmál varðandi eðli og breytingar efnis svo og við víðtæka
reynsluþekkingu og fræðikenningar um starfsemi lifandi vera, stórra og
smárra.
I. Vísindi og tæknilegar framfarir
Áhrif raunvísindanna eru svo augljós í daglegu lífi nútímamannsins og svo
áberandi í fréttaflutningi, að það má teljast smámunasemi að glíma við að
skilgreina þetta hugtak. Ef til vill birtist máttur raunvísindanna áþreifanlegast
í ört vaxandi orku-, véla- og raftækni, þar sem geimferðir og kjarnorku-
sprengjur ber hvað hæst í svipinn. Af óteljandi dæmum öðrum mætti nefna ný
lyf gegn sjúkdómum og drepsóttum og margs konar gerviefni.
Raunar er svo komið að áhorfandanum, hinum almenna borgara, verður nú
fátt furðuefni er tæknivísindi eiga í hlut. Ég man þá tíð í Skagafirði, að til-
koma bifreiða olli felmtri meðal búfjár: hestar fældust, en sauðir fnæstu og
stöppuðu fótum áður en þeir tóku á rás. En sauðkindin sem nú naslar í vegar-
brúninni á íslandi hreyfir sig ekki né deplar auga, þó að bifreiðir bruni fram
hjá í eins metra fjarlægð. Mannskepnunni er líkt farið: nútímaborgarinn
296