Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 27
RAUNVÍSINDI OG ÍSLENZKUR ÞJ ÓÐARBÚSKAPUR
hlustar naumast þótt reynt sé að fræða hann á því að maður nokkur hafi þeyst
um háloftin meS þreföldum hraSa hljóSsins, og þaS þykir nú orSiS litlum
tíSindum sæta þótt nýtt geimfar bætist í hóp þeirra er sveima umhverfis jörðu
eða sól. Ævintýri raunvísindanna eru tæplega fréttnæm lengur, þau eru talin
sjálfsögð.
II. Vísindastarfsemi meS stórum þjóðum og fómennum
Það er handhægt að benda á hinn mikla mátt vísinda og tækni með því að
skírskota til kjamorku, geimferða og annarra furðuverka er stórþjóðirnar
hafa unnið á síSustu árum. En fjölmörg önnur sviS vísinda eru sízt veiga-
minni, einkum að því er varðar hinar fámennari þjóðir. í þessu sambandi er
ekki úr vegi að staldra við eftirfarandi atriði.
AS baki öllum vísindalegum eða tæknilegum áföngum liggur ætíS mikið
starf, löng leit að lausnum, þrotlaus söfnun þekkingar. Sigrar á þessum svið-
um eru ekki galdrar eða slembilukka, heldur rökréttar afleiðingar mikillar
vinnu og víðtækrar þekkingar. Væntanlega gera fæstir sér fulla grein fyrir
þessu. ÞaS er gert ráð fyrir því að tæknisigrar vísindanna komi að mestu af
sjálfum sér, einkum ef stórþjóðir eiga í hlut. Fjölmennar og auðugar þjóðir
hafa eðlilega forystuna á þessari þróunarbraut, með því þær hafa afl til að
halda uppi fullkomnum vísinda- og fræðslustofnunum og kosta vinnu margra
vísindamanna. En hvorki auður né mannfjöldi eru þó einhlít til árangurs.
ASeins víðtæk þekking og hæfni einstaklinga eru þess umkomin að leysa
þrautimar. Og það mætti hafa hugfast, að hinar auðugu stórþjóðir, svo sem
Bandaríkjamenn og SovétþjóSirnar, hafa ekki aðeins á að skipa mestum
fjölda vísindamanna, heldur eru einnig að jafnaði í hópi þeirra hæfustu og
snjöllustu einstaklingarnir.
Jafnframt því sem vakin er athygli á afrekum stórþjóðanna og framlagi
þeirra á sviði vísinda og tækni, er eðlilegt að spyrja: Er ekki ástæðulítiS eða
vonlítið fyrir fámennar þjóðir að leggja stund á raunvísindi og tæknivísindi,
þar eð hinar fjölmennari og auðugri hafa stórum betri framsóknaraSstöðu í
þessum greinum? Er ekki ódýrara og þægilegra að láta stórþjóðirnar færa
okkur lausnirnar á okkar tæknilegu vandamálum? Sannleikurinn er vitanlega
sá að fámennar og (eða) fátækar þjóðir viðhafa þessa aðferð í ríkum mæli.
Á íslandi er t. d. fjöldi véla og verksmiðja sem að öllu eða mestu leyti er
árangur af starfi annarra þjóða; við þykjumst góðir ef okkur tekst að halda
þeim gangfærum nokkum veginn snurðulaust. ÞaS er og augljóst, að litla
þjóð skortir afl til að stunda rannsóknir er krefjast mikils fjár og mikils
297