Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
3. Gagnkvœm viðskipti
Kunnur hagfræðingur, Arthur Lewis, komst svo að orði í nýlegri grein er
fjallar um fjárhagsvandamál vanþróaðra þjóða: „Okkur verður að skiljast að
velgengni mikilla fyrirtækja eða framkvæmda er háð því að hæfni einstaklinga
sé notuð sem mælikvarði við skipun í ábyrgðarstöður og launakjör. Flestar
vanþróaðar þjóðir hrærast ennþá í gömlum tíma, þar sem samkeppni gætir
ekki og þar sem frami er háður frændsemi, vináttu eða öðrum skyldleikabönd-
um; þetta hirðuleysi um hæfni er ein af ástæðunum fyrir því hve torvelt reyn-
ist að standa í framkvæmdum meðal þessara þjóða á réttan og ódýran hátt og
án óeðlilegra tafa.“ Naumast gat hjá því farið að mér kæmi ísland í hug er
ég las þessar setningar. fsland er að vísu ekki í hópi vanþróaðra þjóða séð
frá sjónarhóli fjárhagslegrar afkomu og almennrar menntunar, en á stjórn-
málasviðinu er skyldleikinn auðsærri. ísland er stundum nefnt land kunnings-
skaparins, og öllum almenningi er ljóst hversu vítt angar stjórnmálanna teygja
sig um þjóðfélagið. Mætti nefna sem dæmi í þessu sambandi, að þegar talið
berst að opinberum embættaveitingum er fyrsta spurning borgarans æði oft:
„Hvar er þessi eða hinn í pólitík?“ eða: „Hvaða flokksbræður viðkomandi
ráðherra eða valdamanns koma helzt til greina?“ Jafnvel almenningur spvr
ekki lengur um hæfni. Og það er ekki talið óeðlilegt á íslandi — ellegar litið
á það sem skiljanlegan mannlegan breyskleika — að væntanlegir umsækjend-
ur um tilteknar stöður kappkosti að vera í „réttum“ flokki hæfilegt tímabil
áður en fyrirrennarinn lætur af starfi, í því skyni að auka á þann hátt „kvali-
fíkasjónir“ sínar eða hæfni. Það er vart innan eðlilegs ramma þessarar grein-
ar að leita skýringa á fyrirbærum þessarar tegundar, en geta má þó þess að
þau virðast nátengd valdabaráttunni í þjóðfélaginu. í þessu sambandi kemur
mér oft í hug setning sem háaldraður fyrrv. þingmaður lét falla í útvarpsvið-
tali fyrir nokkrum árum. Var hún á þá leið að helzti munur stjómmálabarátt-
unnar nú og stjórnmálabaráttu aldamótaáranna væri sá, að nú væri barizt um
völd, áður fyrr hefði verið barizt um stefnur og hugsjónir. íslenzkir stjórn-
málamenn hafa að því er virðist staðreynt gildi „gagnkvæmrar aðstoðar“:
Geri ég þér greiða, munt þú styðja mig! Ef „viðskipti“ af þessu tagi eru talin
ámælisverð, þá á almenningur og almenningsálitið naumast minni sök en
stjórnmálamennimir. Þessi augljósu „viðskipta“-viðhorf valdhafanna sýna
að þeim er á stundum, a. m. k., ofar í huga eigin valdaaðstaða en starfshæfni
opinberra embættismanna, hvort sem um er að ræða vísindamenn eða aðra
embættismenn. Og sé hæfni vísindamannsins þannig talin eftir atvikum næsta
300