Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 31
RAUNVÍSINDI OG ÍSLENZKUR ÞJ ÓÐARBÚSKAPUR
lítilvæg og metin eftir hentisemi, því þá að greiða hátt verð fyrir vísindalega
eða tæknilega hæfni ?
Aðferð sú er Arthur Lewis drepur á í fyrrnefndri tilvitnun getur haft
alvarlegar afleiðingar, og þeim mun afdrifaríkari sem þjóðfélagið færist
meira í fang og þjóðfélagsreksturinn verður tæknilega flóknari. Þarf naum-
ast að eyða að því orðum, hversu fráleitt það er t. d. að láta mat á hæfni
tæknifræðings eða vísindamanns mótast að verulegu leyti af því hvort hann
er á meðlimaskrá hjá „réttum“ stjórnmálaflokki eða hvort hann er eitthvað
skyldur herra N. N. Hætt er og við að þess konar annarleg sjónarmið hafi
neikvæð áhrif á viðleitni og þj álfunarlöngun vísindamannsins. Hversvegna
skyldi hann leggja hart að sér til að ná sem mestum árangri í sinni sérgrein
og öðlast sem mesta þekkingu, ef slík viðleitni er ef til vill að litlu eða engu
metin? Er ekki áreynsluminna að ganga í „réttan flokk“?
4. Vinnuaðstaða íslenzkra vísindamanna
Lestur síðustu kaflanna þriggja kann að hafa skilið eftir þá mynd í huga
lesandans, að þjóðfélagið láti sér minna annt um vísindastarfsemi en flest
önnur viðfangsefni og launi hana öðrum störfum verr. Slík mynd væri þó
ekki allskostar sannleikanum samkvæm. Þannig skipa launalög ríkisins vís-
indamönnum á sambærilegan bekk og háskólagengnum mönnum í öðrum
greinum, og það sem sagt hefur verið um laun vísindamanna á því í megin-
atriðum einnig við um laun annarra háskólakandidata í opinberri þjónustu.
Um starfsskilyrði íslenzkra vísindamanna — að launakjörum undanskild-
um — má segja að á sumum sviðum séu þau ágæt, og er í þessu sambandi
eðlilegt að geta tveggja mætra manna. Dr. Björn Sigurðssson byggði upp á
Keldum fyrsta flokks rannsóknastofnun, af frábærri atorku og á skömmum
tíma, en til þessara framkvæmda kom ríflegur styrkur frá Rockefeller-stofnun-
inni ásamt framlagi frá ríkissjóði. Dr. Þórður Þorbjarnarson hefur verið
aðal-driffjöðrin í sambandi við byggingu hinnar glæsilegu rannsóknastofn-
unar sj ávarútvegsins við Skúlagötu í Reykjavík; hefur þetta starf hans krafizt
þrautseigju og þolinmæði, því að fjármagn til byggingarinnar barst í smá-
skömmtum og tók því allmörg ár að ljúka framkvæmdum. Á öðrum rann-
sóknasviðum eru starfsskilyrði að vísu nokkuð misjöfn, en almennt má segja
að núorðið hái rúmleysi vinnu í þessum greinum ekki mjög verulega; en þá
er þess að gæta, að þeim sem vinna að rannsóknum á íslandi mun hafa farið
fækkandi síðustu árin.
Á ýmsum sviðum rannsókna er skortur á rannsóknatækjum, en vegna mjög
301