Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 33
RAUNVÍSINDI OG ÍSLENZKUR ÞJ ÓÐARBUSKAPUR
skeiði hans. Þessi viðleitni þjóðfélagsins er raunar í blessunarlegri mótsögn
við hið lága mat þess á gildi hins fullnuma vísindamanns eða tæknifræðings.
Það má að vísu búast við því, að margir hinna verðandi vísindamanna og
tæknifræðinga taki störf erlendis að námi loknu, ef ekki rætist úr um launa-
kjör þessara starfsstétta á íslandi. Flesta þeirra mun þó fýsa að starfa heima,
enda verður að ætla að fyrr en síðar verði gerðar lagfæringar á umræddum
launakjörum.
IV. Horft frcnn
1. Enn um gildi rannsókna
Á tækniöld mun raunar flestum vera Ijóst, að afkastageta einstaklings, til-
tekinnar verksmiðju eða tiltekinnar atvinnugreinar, grundvallast ekki á dugn-
aði eða líkamsafli einu saman, heldur fyrst og fremst á tœkni (svo sem vél-
tækni og skipulagningu) og kunnáttu. Nágrannaþjóðir okkar — og að sjálf-
sögðu margar aðrar þjóðir — hafa staðreynt að öruggasta og ódýrasta ráðið
til að auka tækni og kunnáttu er að efla rannsóknarstarfsemi ásamt tæknilegri
fræðslu. Og ekki eru sjáanleg rök fyrir því að annað eigi við á Islandi í þessu
efni en í öðrum löndum, þó að fámenn þjóð hafi að vísu nokkra sérstöðu,
eins og vikið var að fyrr í þessari ritgerð.
Svo vill til að höfundur greinarinnar starfar um þessar mundir við sjóð
nokkurn (Special Fund) er lýtur umsjá Sameinuðu þjóðanna og aðstoðar
vanþróuð lönd við að afla svara við því, hvaða framkvæmdir er varða at-
vinnulíf þeirra séu hagkvæmastar í svipinn, til hvaða fyrirtækja eða stofnana
handbæru framkvæmdafé skuli helzt varið. Þó að spurningar af þessu tagi
kunni að virðast auðleystar, verður þeim oft ekki svarað með viðhlítandi ör-
yggi án víðtækra og tímafrekra rannsókna. Koma hér m. a. til greina rann-
sóknir á náttúru- og auðlindum landanna. Ég minnist á þessa tegund rann-
sókna vegna þess, að íslenzkt þjóðfélag hefur stundum verið of hirðulítið í
þessu efni og látið óvissuna ráða, að hætti veiðimanns, er sjaldnast veit þegar
hann leggur í veiðiför að morgni, hver aflinn verður að kvöldi. Og afleiðingar
slíkra aðferða blasa hvarvetna við á íslandi nú: reistar hafa verið verksmiðj-
ur og keypt dýr atvinnufyrirtæki án þess að nægilegt öryggi væri fyrir skap-
legum rekstrargrundvelli. Nauðsynlegar undirbúningsrannsóknir og athugan-
ir höfðu ekki verið gerðar, og svo mikið lá á, að teflt var á tæpasta vað, með
þeim árangri að milljónirnar hurfu í straumiðuna þaðan sem þær áttu ekki
afturkvæmt. Það er ekki nægilegt að vita hvernig á að framkvæma tiltekinn
303