Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hlut, hvernig á t. d. að búa út og starfrækja tiltekna tegund verksmiðju. Þess
verður að krefjast að jafnframt sé gengið úr skugga um hvort skynsamlegt
muni að reisa umrædda verksmiðju, hvort hún hafi starfsskilyrði. Spurning-
arnar hvort og hvernig vakna víða á vettvangi atvinnulífsins, og fullyrða má
að ógerlegt sé að svara þeim með sæmilegu öryggi án þess að þjóðfélagið
haldi uppi rannsóknastarfsemi sem hefur það hlutverk að safna gögnum og
upplýsingum er geta leitt til réttra úrlausna.
Spyrja mætti í þessu sambandi: Hafa íslenzk vísindi eða rannsóknastörf
orðið þjóðinni að nokkru fjárhagslegu liði? Hér skal ekki leitazt við að svara
þessari spurningu, en aðeins nefnd tvö dæmi er varpa ljósi á það sem um get-
ur verið að tefla.
Þau lyf gegn sauðfjársjúkdómum er Tilraunastöðin á Keldum og fyrirrenn-
ari hennar, Rannsóknarstofa Háskólans við Barónsstíg, hafa með eigin rann-
sóknum og vinnu látið bændum í té, hafa þegar sparað þjóðinni marga millj-
ónatugi eða hundruð milljóna króna og jafnvel komið í veg fyrir að búskap-
ur legðist niður í vissum landshlutum. íslenzkir bændur myndu því eflaust
svara játandi þeirri spurningu, hvort rannsóknastofnunin á Keldum hefði
„borgað sig“.
Mér skilst að leiðbeiningar Fiskideildar Atvinnudeildar Háskólans til skipa
á síldveiðum séu taldar mikils virði. Varðandi verndun landgrunnsins gegn
ofveiði og það lokatakmark þjóðarinnar að fá full yfirráð þessa hafsvæðis
er fyrrnefnd stofnun, Fiskideildin, þess ein umkomin íslenzkra stofnana að
safna þeim vísindalegu gögnum og rökum sem verða okkar vopn og skjöldur í
sókn að settu marki. Það mætti jafnvel fullyrða að þau óvefengj anlegu gögn
sem þessi stofnun safnar, verði ein veigamesta tryggingin fyrir því að lífvæn-
legt verði í landinu fyrir komandi kynslóðir, því að hvorki afl né byssur munu
duga þjóðinni til verndunar og viðhalds mikilvægustu auðlind okkar, land-
grunninu.
Ég læt þessi tvö dæmi nægja um mikilvægi íslenzkrar vísindastarfsemi, en
vitanlega mætti drepa víðar niður.
2. Hvað skal þá hajast að?
Ef vísindi og rannsóknir eru svona mikilvæg fyrir fjárhagslega afkomu al-
mennings og menningu og sjálfstæði þjóðarinnar, er eðlilegt að spyrja, hvern-
ig þjóðfélagið ætti að bregðast við til að bæta starfsskilyrði og afköst ís-
lenzkra vísindamanna. Það væri rangt ef höfundur þessarar greinar léti í það
skína að hann hefði á takteinum fullnaðarsvör við þessari spurningu, svo
304