Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 38
SIGURÐUR BLONDAL
r
Skógrækt - nýr þáttur í ræktun Islands
Inngcmgur
Fyrir aldarfjórðungi var skógræktin lítt þekkt og fátt vitað um framtíð
hennar í landi þessu. Næstsíðasta aldarfjórðunginn var veikum kröftum
hinna örfáu manna, sem þetta starf stunduðu, svotil eingöngu beint að friðun
og hirðingu íslenzkra birkiskóga og -kjarrs. Þá þegar mátti Ijóst vera, að
áframhald á þeirri sömu braut gæti aldrei orðið annað en liður í náttúru-
vemd.
En einmitt fyrir aldarfjórðungi — eða sem næst því — verða þáttaskil í
skógræktarstarfseminni. Þá hafði ungur íslenzkur skógfræðingur, Hákon
Bjarnason, rétt tekið við starfi skógræktarstjóra (1935). Hann markaði þegar
þá stefnu, að ei skyldi staðnæmzt við friðun og ræktun íslenzka birkisins,
heldur fyrst og fremst tekið til við ræktun erlendra trjátegunda og reynt til
þrautar, hvort hún tækist ekki hér á íslandi. Þar með var upp tekinn á ný sá
þráður, er slitnað hafði skömmu eftir 1910, er tilraunum með erlendar trjá-
tegundir var hætt hér.
Nú hófust tilraunir, sem voru vísirinn að því starfi, sem um þessar mundir
er unnið af kappi. Fyrir réttum 25 árum var fyrsta sitkagrenið gróðursett hér
á landi í Múlakoti í Flj ótshlíð. Ári síðar voru í fyrsta skipti gróðursett hér á
landi tré af útlendum stofni í svo stórt svæði sem 1 hektara lands, en það var
síberískt lerki austur á Hallormsstað. Skógurinn, sem nú er upp vaxinn þar,
telst fyrsti barrskógur á íslandi, sem hægt er að nefna því nafni. Tveimur
árum síðar er fyrsta stafafuran frá Kanada gróðursett á Hallormsstað.
Svona ung er þessi ræktun — skógræktin — á íslandi. í rauninni ekki nema
aldarfjórðungs gömul, ef miðað er við fyrsta barrskógarteiginn okkar. Þetta
er hrein bemska, ef miðað er við það, að trén geta orðið mörg hundruð ára
gömul.
Hér eru landnemar á ferð. Hvaða líkur skyldu nú vera til þess, að þeim
farnist vel hér á íslandi? — Áður en greint verður frá því, hvað þessi aldar-
fjórðungur hefur leitt í ljós, þykir mér rétt að fara um það fám orðum, hvaða
líkur eru til þess fræðilega séð, að framandi gróður þrífist á landi hér.
308