Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 39
SKÓGRÆKT -- NÝR ÞÁTTUR í RÆKTUN ÍSLANDS
Gróðurríki — vaxtarskilyrSi
ÞaS er venja að dæma vaxtarskilyrði lands m. a. eftir gróðrinum, sem þar
vex. Gróðurríki íslands er fáskrúðugt, aðeins um 430 tegundir æðri plantna
eru taldar íslenzkar. Þar af eru um 90 innfluttar frá landnámsöld. Þetta eru
meira en helmingi færri tegundir en vaxa við áþekk veðurskilyrði vestan hafs
og austan. ísland geldur þessarar tegundafæðar, þegar vaxtarskilyrði landsins
eru dæmd. Margir eru vantrúaðir á möguleika f j ölbreyttrar ræktunar.
Það er skemmtileg tilviljun — af því að við erum einkum að rekja árangur
síðasta aldarfjórðungs — að fyrir réttum 25 árum kom út ritgerð eftir Stein-
dór Steindórsson grasafræðing, þar sem hann varpaði fram þeirri hugmynd,
að einhver hluti af núverandi gróðurríki íslands hefði lifað af síðustu ísöld,
þar eð ákveðin svæði landsins hefðu verið íslaus. Sama ár komst Sigurður
Þórarinsson jarðfræðingur að sömu niöurstöðu, en út frá öðrum forsendum.
Er sérstaklega gaman að því, að þessi nýstárlega hugmynd tveggja vísinda-
manna í ólíkum greinum skyldi koma fram sama ár og þeir fengiÖ hana hvor
frá sínum sérstaka sjónarhóli, en ekki fyrir sameiginlegar rannsóknir. Það
voru sömu svæðin, sem hvor um sig taldi, að verið hefðu íslaus.
Síðan hugmyndin kom fyrst fram, hefur Steindór Steindórsson unnið að
því að fullgera hina óljósu mynd, sem hann rissaöi upp árið 1937, og hefur
loksins á þessu ári lokið við hana að fullu. Niðurstaða hans er þessi: Yjir
60% af þeim plöntutegundum, sem hér voru fyrir landnámsöld, hafa lifaS af
síðustu ísöld.
í þessari niöurstöðu er fólgin ein ákaflega veigamikil staöreynd: Svona
mikill hluti af gróðurríki íslands er ísaldargróður, sem sœttir sig við marg-
falt kaldari veðráttu en hér ríkir nú. Af þessu leiðir aðra staðreynd, sem okkur
er nauðsyn að vita um: Núverandi gróðurríki íslands er ekki mœlikvarði á
þau vaxtarskilyrði fyrir œðri gróður, sem landið býður.
Lega íslands fjarri meginlöndum er slík, að náttúran sjálf hefur ekki megn-
að að klæða það þeim gróðri, sem í rauninni ætti að vaxa hér. Fyrir því er
nauösyn, að maðurinn rétti hjálparhönd. Þessi vitneskja er áskorun um það.
Þeirri starfsemi, sem grein þessi fjallar um, er ákaflega mikilvægt að hafa
að bakhjarli ísaldarkenningu Steindórs Steindórssonar (eins og við nefnum
hana í daglegu tali), því að hún táknar þetta: Með innflutningi framandi
gróðurs erum við ekki að vinna gegn náttúrunni, heldur rétta henni hjálpar-
hönd. í þeirri sannfæringu er verk okkar unniö.
309