Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 41
SKÓGRÆKT — NÝR ÞÁTTUR í RÆKTUN ÍSLANDS
Flutningur trjátegunda milli landa fer yfirleitt fram með fræi, nema aspa
og víðitegunda. Þá er meginreglan sú að sækja fræiS til staSa, er hafa sem lík-
ast loftslag og hin nýju heimkynni, þar sem fræinu verSur sáS.
Margar tegundir hafa ákaflega stór útbreiSslusvæSi, eins og t. d. sitka-
greniS í NorSur-Ameríku, sem vex sunnan frá Kalifomíu og norSur í Alaska.
Þegar viS íslendingar biSjum um sitkagrenifræ aS vestan, tökum viS skýrt
fram, aS þaS eigi aS vera frá Alaska, en ekki Kalifomíu. ÞaS er meira aS
segja frá tiltölulega takmörkuSu svæSi í Alaska, sem viS viljum fá fræiS.
Óteljandi hliSstæS dæmi mætti segja. KomiS hefur í ljós, aS innan hverrar
tegundar hafa orSiS til fjölmörg afbrigSi, sem aSIagazt hafa veSráttunni hvert
á sínum staS. Þetta köllum viS kvœmi. ViS segjum, aS sitkagreniS, sem viS
fáum í fræi, sé þetta eSa hitt kvæmiS, kennt viS söfnunarstaS fræsins.
Kvæmin geta haft ákaflega mismunandi langan vaxtartíma, svo aS eitt dæmi
sé nefnt um mismun, sem kannski skiptir mestu máli fyrir okkur. Ég tek dæmi
af íslenzku birki: Birki, sem vaxiS er upp af fræi frá Vöglum í Fnjóskadal
(kvæmi Vaglir), byrjar aS fölna á hauslin kannski viku eSa 10 dögum fyrr en
birki af BæjarstaSakvæmi. Lerki frá Arkangelsk fer aS skipta lit kannski um
20. september, en lerki frá Sverdlovsk í Úralfjöllum ekki fyrr en um mánaSa-
mót sept. og október. Og enn eitt dæmi: Sitkagreni austanmegin frá Prins
Vilhjálmsflóa í Alaska kelur í toppinn og verSur brúnt eftir eina eSa tvær
harSar frostnætur seinast í ágúst, en sitkagreni vestanmegin frá viS flóann
lætur ekki á sjá, þótt þaS sé í sama beSi. Slíkur getur mismunur veriS á kvæm-
unum.
Á íslandi meS sína feiknarlega breytilegu veSráttu er höfuSatriSi aS velja
hinum ýmsu kvæmum (og tegundum auSvitaS) rétta staSi. ÞaS verkefni er
eitt af veigamestu atriSum tilraunastarfs í skógrækt.
Helztu innfluttar triátegundir
Hér verSur nú stuttlega vikiS aS þýSingarmestu tegundum, sem viS höfum
reynt.
1. Rauðgreni frá Noregi. Fræi safnaS norSan Þrændalaga. Þessi tegund
virSist hafa mestan sveigjanleika aSaltrjátegunda okkar aS því leyti, aS
hún dafnar jafn vel í veSráttu allra landshluta, ef henni eru aSeins valdir
skjólsælir staSir meS góSum jarSvegi. Af þessari tegund eru til smá-
þyrpingar og einstök tré frá því fyrir 1910, sem hafa náS yfir 10 m hæS,
en gróSursetning hófst ekki aS marki fyrr en um 1948.
2. Sitkagreni frá Alaska, fræi safnaS viS Prins Vilhjálmsflóa og á Kenai-
311