Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
skaga. Tegundin hentar sunnanlands á íslandi fyrst og fremst, þar sem
úrkoma er mikil, einnig víða við strendur landsins. Enda er þetta eina
trjátegund, sem hér er reynd, sem virðist þola særok. Fyrst gróðursett
hér árið 1937 í Múlakoti og hefur náð þar um 11 m hæð. Frá 1947—
1948 gróðursett hér einna mest allra tegunda. Hefur borið þroskað fræ.
3. Lerki frá Sovétríkjunum, fræi safnað við Hvítahafið í Rússlandi og í
fjöllum Síberíu. Þessi tegund hentar einkum austan- og norðanlands inn
til dala og trúlega einnig í dölum Borgarfjarðar. Einstök tré og þyrp-
ingar voru gróðursett eftir 1910, ennfremur upp úr 1920 og svo 1938,
eins og nefnt var áður. Frá 1951 hefur mikið verið gróðursett af þessari
tegund, einkum eystra og nyrðra. Þetta er fljótvaxnasta barrtréð, sem
enn hefur verið reynt hér, hefur náð rúmlega 12 m hæð á 25 árum, og
hæstu tré landsins, um 13 m á hæð, eru 40 ára gömul lerki. Tegundin
hefur borið þroskað fræ.
Þessar þrjár tegundir eru langþýðingarmestar í skógræktarstarfinu um
þessar mundir og verða trúlega áfram. En nokkrar fleiri skulu hér aðeins
nefndar á nafn: Stajafura frá Alaska og Kanada, blágreni frá Colorado og
Kanada, lindifura frá Síberíu og Alpafjöllum, hvítgreni frá Alaska, sitka-
bastarður frá Alaska, fjallaþinur frá Colorado og Kanada og broddfura frá
Colorado. Allt eru þetta tegundir, sem telja má alveg öruggar á íslandi, þótt
sumar séu ekki mikils vaxtar. Þrjár þeirra hafa nokkrum sinnum borið
þroskað fræ.
í leitinni að fræi af tegundum og kvæmum, sem hér geta hentað, er borið
niður víðs vegar um barrskógabeltið, þar sem lengd vaxtartíma er eitthvað lík
og hér er. T. d. er farið alla leið suður í háfjöll Colorado og Alpafjöll og gefst
hreint ekki illa.
Vöxtur landnómstrj ánna
Þessir landnemar í gróðurríki íslands þrífast vitaskuld ekki allir jafnvel,
enda ekki nærri alltaf við því að búast, meðan enginn veit, hvaða kvæmi reyn-
ast hér bezt (úr því fæst aðeins skorið með vísindalegri tilraunastarfsemi, sem
staðið hefur um áratugi). En alls staðar þar, sem staohættir eru góðir, dafna
erlendu tegundirnar mætavel og sums staðar afbragðsvel.
Fyrir almennan íslenzkan lesanda, sem er alls óvanur þeim hugtökum, sem
höfð eru mælikvarði á viðarvöxt í skógrækt, hefur litla þýðingu að þylja lang-
ar talnaraðir. En ég vil þó aðeins nefna örfáar tölur frá síðustu mælingu á
fyrsta barrskógarteig okkar, hinum 25 ára gamla lerkiskógi á Hallormsstað,
312