Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Síða 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
nægir til þess að' sýna, hvers megnugir þessir landnemar í gróðurríki íslands
eru. Hér er gott dæmi um það, hve vaxtarkraftur aðfluttra plantna er meiri en
hinna, sem fyrir voru. Viðarvöxtur birkisins, okkar einu trjátegundar, sem
myndar skóga, er ekki nema kannski fimmtungur eða svo af vexti lerkisins í
dæminu hér að ofan. Ef litið er í kringum sig og hugað að öðrum gróðri,
kemur á daginn, að megnið af öllum nytjajurtum okkar, sem nú eru í ræktun,
er innflutt.
Er íjárfesting í skógrækt hagkvæm?
Hér á undan var skýrt lítillega frá vexti skógarins. Nú er ekki með því sagt,
að skógrækt þurfi að vera hagstæð frá hagfræðilegu sjónarmiði, eins og pen-
ingamálum er hér háttað um þessar raundir. Og ekki meðan við erum að kom-
ast vel af stað í þessari ræktun og ná á henni tökum. Það má láta sér detta í
hug, að tilkostnaður sé svo mikill, að fjárfestingin sé arðlaus.
Til að glöggva sig á þessu vandamáli var raunhæft dæmi athugað: lerki-
skógurinn á Hallormsstað, sem fyrr var getið.
Við höfum athugað, hver yrði stofnkostnaður hans með núverandi verð-
lagi. Á þann stofnkostnað hafa verið lagðir 7% vextir til meir en 20 ára
aldurs; tekið saman, hvað fallið hefur af verðmætum viði við grisjanir og
athugað, hve miklu verðmæti teigurinn skilaði ef öll trén væru felld. Frá þessu
er svo dreginn tilkostnaður við skógarhöggið og frekari vinnslu í verðmæta
vöru. Útkoman úr dæminu verður sú, að á rúmlega 20 árum hejur 1 ha af
þessum lerkiskógi gejið í hreinan ágóða tœplega 3.000 kr. árlega.
Með þessari útkomu á dæminu reynist lerkiræktin alveg vafalaust sam-
keppnisfær við grasrækt. Að vísu kvað vera ákaflega örðugt að gera sér grein
fyrir, hvernig reikna skuli út arðsemi grasræktar. Kornrækt skilar sennilega
meiri arði í góðum árum, en getur líka stöku sinnum brugðizt, eins og reynsl-
an hefur orðið á þessu hausti.
Hér verður að benda á, að slíkan afrakstur af landi, sem nú var sýnt, má fá
þar, sem tæknilega er ekki hægt að stunda neins konar jarðyrkju. Ég á við
brattar hlíðar, þar sem engum verkfærum verður við komið. Þær eru ætíð
beztu vaxtarstaðir trjánna, borið saman við sléttlendi. Raunverulega þarf
skógræktin ekki að bera sig saman við jarðyrkju á íslandi, þar sem landrými
er nóg. Hún þarf að vera samkeppnisfær við nytjar lands til beitar fyrir sauð-
fé. Erfitt er að reikna út, hve miklum arði 1 ha skilar í sauðfjárbeit. En ef það
er athugað, að 1 ha er of lítill fyrir eina lambá yfir sumarið — nema ofbeitt
314