Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
einnig hjá stærstu skógræktarfélögunum í Reykjavík og Eyjafirði. Gróðrar-
stöðvarnar eru vöggustofur þessa starfs, því að þar eru aldar upp plöntur,
sem eiga að mynda framtíðarskóga landsins.
Samkvæmt lauslegu yfirliti hafa til ársins 1962 komið úr stöðvunum rösk-
ar 10 millj. plantna. Af þessum fjölda hefur Skógrækt ríkisins gróðursett um
2,5 millj. og skógræktarfélög milli 6 og 7 milljónir, en hitt hafa einstaklingar
gróðursett í trjágarða og skógarreiti. Rúmar 9 milljónir hafa verið fram-
leiddar síðustu 10 árin, en aðeins um 1 milljón til þess tíma. Segir þetta meira
en langt mál um þróun skógræktarstarfsins. í rauninni er rétt verið að slíta
barnsskónum. Við eigum enn ákaflega margt ólært og við þurfum enn að
vera viðbúnir margs konar vonbrigðum. En ég fullyrði, að dýrmætasti
reynslutíminn er þegar að baki.
Við eigum ofurlítil sýnishorn af erlendum trj átegundum, sem eru orðin
meira en hálfrar aldar gömul. Þau gefa okkur ómetanlegar upplýsingar. Á svo
löngum tíma álítum við, samkvæmt reynslu erlendra skógræktarmanna, að
trén hafi mætt flestum örðugleikum, sem verða á vegi þeirra í nýju umhverfi.
Eins og fyrr var getið, hafa nokkrar tegundirnar þegar borið þroskað fræ
hér og eiga álitlegan hóp afkomenda á íslenzkri grund. Fátt sýnir betur, að
þær eiga hér raunverulega heima.
Fram að þessu hefur skógræktina vantað vísindalega tilraunastofnun. Nú
er bætt úr því. Hinni stórhöfðinglegu þjóðargjöf Norðmanna til íslendinga
var að mestu varið til þess að koma fótum undir slíka stofnun. Það verður
fyrst, er árangur af starfi hennar kemur, að tryggður verður hámarksárangur
í skógræktinni. Á meðan við bíðum, verðum við að sætta okkur við einhver
mistök og skakkaföll við og við. Við erum áhorfendur að því, að í jarðrækt-
inni eru enn að ske stórslys, eins og skemmst er að minnast frá liðnu sumri.
Ég er ekki viss um, að svo þurfi að verða í skógræktinni eftir jafnlangan
reynslutíma og fenginn er hér í jarðrækt. Við skulum nefnilega minnast þess,
að í skógalöndum vex skógur til nytja lengra til norðurs og hærra til fjalla en
jarðyrkja verður stunduð. Má hér til gamans bæta því við, að mest af barr-
skógi Norður- og Austur-Síberíu vex á jörð, þar sem klaki fer aldrei úr jörðu.
MarkmiSiS
Hér skal nú lokið upptalningu á hinu liðna, en vikið nokkrum orðum að
verkefnum framtíðarinnar. Liggur þá fyrst fyrir að skýrgreina frekar mark-
mið skógræktar á fslandi:
Framleiða skal í landinu megnið af trjáviði, sem þjóðin þarfnast. Um þess-
316