Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Síða 49
SKÚLI GUÐJÓNSSON
Blessuð sértu sveitin mín
Það er upphaf þessa máls, að hérna á dögunura hringdi vinur okkar Krist-
inn til mín og bað mig að skrifa eitthvað um menningarástand sveitanna
í Tímaritið.
Ég lofaði honum að hugsa málið, og það hef ég gert, en því miður komizt
að þeirri dapurlegu niðurstöðu, að í raun og veru veit ég sáralítið um þetta
ástand. Þá menningarstrauma, sem brjóta sér farveg um sveitimar um þessar
mundir, eða í dag, eins og þeir segja í útvarpinu, skynja ég aðeins sem í óra-
fjarlægð, næstum eins og hugboð eða draum, sem maður man aðeins hrafl úr.
Það sem sagt verður um þetta fyrirbæri hér á eftir, verður eiginlega sagt
án allrar ábyrgðar, aðeins reynt að lýsa því eins og ég skynja það, og verða
þeir, sem betur vita, eða þykjast vita, að hafa það fremur er þeim finnst rétt-
ara. En ég tek mér í munn orð Hagalíns:
Ég veit ekki betur.
Þá er þess næst að geta, að vinur okkar, Kristinn, lét þess getið við mig í
fyrrnefndu símtali að hann væri að hugsa um, að fara að búa uppi í sveit.
Raunar innti ég hann ekki nánar eftir málsatvikum, eða hve búskaparhug-
myndin væri komin langt inn á brautir veruleikans, og í hreinskilni sagt tók ég
þetta ekki alveg eftir orðanna hljóðan. En í þessum búskaparhugleiðingum
Kristins lá eigi að síður falin þrá borgarbúans eftir því að komast eitthvað
burt frá argi, þeytingi og hverskonar djöfulgangi borgarlífsins.
Og borgarbúinn, hrjáður og hrakinn af versta óvini nútímamannsins, hrað-
anum, hugsar eflaust oft og einatt með sjálfum sér eitthvað líkt og stendur í
Mynsters hugvekjum:
Ónd mín er þreytt, hvar má hún finna hvíld?
Og svarið virðist liggja æðimörgum í augum uppi.
í sveitinni er hvíld og frið að finna. í sveitinni gefst borgarbúanum, sundur-
tættum af sívaxandi hraða hinnar stóru Babýlonar, tóm til að safna brotun-
um af sjálfum sér saman og koma í heilu lagi og alskapaður til vígstöðva
319