Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Síða 50
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hraðans eftir hvert velheppnað sumarfrí. T. d. lítur út fyrir, að það sé að
verða algjört sáluhjálparatriði, fyrir hvem bjargálna borgara, að veiða lax
á stöng. Þetta er nokkurskonar trúarvakning sprottin af innri köllun og and-
legri þörf, svona líkt og siðvæðingarhreyfingin. Varla mun sú árspræna vera
til á byggðu bóli, né óbyggðu, sem ekki hefur verið leigð út í þágu þessarar
vakningar og í sumum þeirra munu laxveiðimennirnir vera fleiri en laxarnir,
sem í árnar ganga.
Að vera laxveiðimaður á íslandi, jafngildir í raun og veru því, að vera
aðalsmaður á Bretlandi.
En það geta ekki allir borgarbúar orðið sáluhólpnir fyrir laxins náð. Marg-
ir verða að láta sér nægja að aka um landið, heimsækja vini sína í sveitinni,
tjalda á fallegri grund og tína nokkur ber.
Og enn aðrir eru þeir, sem verða að láta sér nægja drauminn einan um
frið og ró sveitarinnar og einhvern óljósan og órökstuddan grun um, að þar
sé einmitt það að finna, sem þá vantar til þess að öðlast fullsælu hérna megin
grafar.
Svo virðist, að svo mikið sé eftir af sveitarómantík hjá íslenzkum borgar-
búum, að þeir trúa því velflestir enn þann dag í dag, að hraði borgarlífsins
nái ekki út til sveitanna. Þar standi tíminn í raun og veru kyrr og finnist þeim
sem þeir hafi týnt sjálfum sér í borginni, þurfa þeir ekki annað en fara upp
í sveit, þá finna þeir sjálfa sig á ný. Og sjá, þeim verður að trú sinni.
En hvernig var það, ætlaði hann ekki að skrifa um menningarástandið í
sveitinni? munu eflaust einhverjir lesendur spyrja.
Jú, einu sinni var það meiningin. En það efni mætti í rauninni afgreiða á
mjög einfaldan og stuttaralegan hátt, blátt áfram með einu orði: Hraði, sívax-
andi og yfirþyrmandi hraði. í kjölfar hraðans, eða raunar afleiðinga hans,
fer sívaxandi annríki og æ fleiri viðfangsefni, sem bíða óleyst. Sé eitt við-
fangsefni leyst, fæðir það af sér tvö önnur, sem krefjast úrlausnar hið bráð-
asta.
Svona er nú menningarástandið, róin og friðsældin í sveitinni, sem borgar-
búann dreymir um.
En hraði borgarinnar og hraði sveitarinnar hafa ekki sömu tíðni, og því er
það, að sveitin getur veitt borgarbúanum stundarafdrep í stormi hraðans.
Hann skynjar ekki hraða sveitarinnar, nema að takmörkuðu leyti.
Sveitamaðurinn skynjar að vísu hraða borgarinnar vegna þess, að hann
320