Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Qupperneq 53
BLESSUÐ SÉRTU SVEITIN MÍN
tveir menn mættust á förnum vegi, hvortsem þeir voru nú gangandi eða á hest-
baki, þá stöðvuðu þeir ferð sína, heilsuðust, spurðu almæltra tíðinda og gáfu
hvor öðrum í nefið. En nú kemur það nálega aldrei fyrir, að innansveitarmenn
taki tal saman þegar þeir mætast í jeppum sínum á vegum úti. Til þess hafa
þeir engan tíma og ef þeir skyldu hafa slegið eitthvað af, um leið og bílarnir
mættust, eru þeir vísir til að stíga benzínið í botn, til þess að vinna sem allra-
fyrst upp tímatapið, sem varð er þeir neyddust til að hægja ferðina.
Þurfi maður á bíl að koma heim á bæ, til að reka einhver erindi, hefur
hann sjaldnast tíma til að koma inn og þiggja kaffisopa.
Erindið rekur hann utandyra, líkt og stefnuvottur, og tvístígur og snýr sér
í marga hringi, meðan hann lýkur því af. Svo kveður hann í snatri og hleypur
í átt til bílsins. En oft minnist hann þess á leiðinni til bílsins að hann hefur
gleymt nokkrum hluta erindisins, snýr þá við og lýkur því sem ólokið var í
enn meiri snarheitum.
Þá erum við komnir að þeirri hlið málsins, er að sálinni veit. Vissulega
hafa hjólið og hraðinn einnig verið tekin í hennar þjónustu. Má segja, að allt
félags- og menningarlíf sveitarinnar beri einkenni mikils og vaxandi hraða.
Fundir allir og mannfagnaður hefst ekki fyrr en seint að kvöldi, eða önd-
verðri nóttu, því að deginum vinnst ekki tími til slíkra verka. Og jafnvel þótt
tími og tóm væri fyrir hendi, myndi það beinlínis stríða gegn lögmáli hraðans
að hafa slíkt um hönd meðan sól er enn á lofti. Undantekningar eru þó kapp-
reiðar og hestamannamót, sem þykja fínar og eru sem óðast að komast í tízku.
En venjulega ræsir unga fólkið ekki bíla sína, fyrr en um náttmálabil á
laugardagskvöldum og ekur kannske á annað hundrað kílómetra, til þess fé-
lagsheimilis, sem álitlegastan mannfagnaðinn býður upp á í það skiptið. Svo
kemur það undir morguninn heim aftur. Stundum endurtekur sama sagan sig
á sunnudagskvöldum, en þá er venjulega ekki farið eins langt og á laugar-
dagskvöldum.
Og þurfi menn að fá sér neðan í því, svo sem eins og á réttardögum, loka-
böllum sláturhúsanna, hestamannaþingum og bændahátíðum, gefa þeir sér
yfirleitt ekki tíma til að taka þetta út í ró og næði, upp á fínan og kristilegan
máta, heldur hvolfa þessu í sig með hraði og vilja þá stundum afleiðingarnar
verða samkvæmt því.
Eitt einkenni þeirrar kynslóðar, er vaxið hefur upp með vél og hjóli, er það,
að hún er nálega ónæm fyrir skoðanalegum áróðri og þar af leiðandi bless-
unarlega laus við allt skoðanalegt ofstæki. Henni leiðast allar prédikanir, hvort
323