Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 55
BALDUR RAGNARSSON
Vikið að ljóðlist
1
LJóðlist er bundin máli. Málið er félagslegt fyrirbæri, tæki sem notað er
til þess að létta samskipti manna og auðvelda lífsbaráttu þeirra. Þess-
vegna verður athugun á uppsprettulindum og þróun Ijóðlistar ekki aðgreind
frá athugun á samfélagsháttum.
Ljóðlist telst til elztu listrænna viðfangsefna mannsandans. Varðveittar bók-
menntir fornþjóða eru nær einvörðungu í bundnu máli. Nægir að geta fornra
bókmennta Kínverja, Egypta, Grikkja, norrænna og annarra germanskra
þjóða. Einnig má telja vafalaust, að einhverskonar ljóðagerð hafi tíðkazt í
frumstæðum samfélögum löngu áður en menn fundu upp rittákn, einkum í
sambandi við trúarathafnir og galdra, ásamt söng og dansi.
Hlutverk ljóðlistar var þannig með fornþjóðum miklu víðtækara en síðar
varð. Þannig var hún farvegur sagnfræði, trúarbragða, töfra og jafnvel laga.
Grikkinn Hesíód (í lok 8du aldar f. Kr.b.) notar ljóðformið í ritum sínum um
uppruna goðanna (Theogonia,) og búskap (Störf og dagar). Sólon (d. um560
f. Kr.b.) setti fram spakyrði sín um stjórn og löggjöf Aþenu í bundnu máli.
Vedurnar, háspekiritin fornindversku, eru í ljóðum. Og svo nær sé leitað í
rúmi og tíma: forn norsk og íslenzk lög bera mjög oft yfirbragð bundins máls;
má hér einkum nefna bálkinn um tryggSamál í Grágás, þar sem Ijóðstafasetn-
ing, hrynjandi og myndrænt mál lyftir lagastílnum upp í reglulegan Ijóðstíl.
Hin forna, víðtæka ljóðlist getur þessvegna ekki talizt ,,hrein“ ljóðlist í nú-
tímaskilningi. Upphafið mál er aðaleinkenni hennar, þótt þar komi auðvitað
ekki öll kurl til grafar. Þessi upphafning venjulegs máls kemur fram í Ijóð-
stílnum — bragarháttum, rími, ljóðstafasetningu, reglulegri notkun áherzlu
og lengdargildis atkvæða, endurtekningum, kenningum og ýmiskonar mál-
brögðum. Hér er því um að ræða sérstakt Ijóðmál sem hefur verið skýrt að-
greint frá venjulegu talmáli. Öll hefur þessi máltækni beinzt að því að varpa
dularfullum blæ á viðfangsefnið og gefa því seiðmagnaða áherzlu.
Rannsóknir hafa leitt í ljós, að á meðal allra kynþátta á öllum tímum er
325