Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 56
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sterk tilhneiging í þá átt að varðveita frá gleymsku minnisverða lífsspeki,
veðurspádóma, töfraþulur og helgisiðaatriði með aðstoð upphafins máls.
Smám saman kemst á sú venja að telja upphafið mál það einkenni sem greinir
á milli ljóðlistar og annarra bókmenntategunda. í rauninni er hér um næsta
frumstætt einkenni að ræða sem aðrar tegundir bókmennta hafa síðan vaxið
uppaf. Ljóðlistin ein situr uppi með sitt sérhæfða tungutak sem lagar sig eftir
kröfum hvers tíma, skerpist og þróast í samræmi við þarfir tjáningarinnar.
Auðvitað á þessi sundurgreining og sérhæfing málsins í þágu bókmennt-
anna sér fulla samsvörun í öðrum félagslegum fyrirbærum sem fylgja aukinni
menningu. Samfélagsþróunin er fólgin í stöðugt fjölþættari verkaskiptingu
sem myndar það net, þar sem allt er hvað öðru háð í æ ríkara mæli, þjóðhags-
lega séð. Framleiðsluhættir samfélagsins verða stöðugt margbrotnari og sér-
hæfðari á einstökum sviðuin jafnframt því sem sameiginleg heildareinkenni
þeirra skýrast. Að sjálfsögðu endurspeglast þessi þróun í hinu menningarlega
risi. Þannig var ljóðlistin allsherjar nytj alist meðan menn lifðu í fábreyti-
legum ættasamfélögum, þar sem verkaskipting var lítil sem engin. í hinum
margbrotnu samfélögum nútímans er ljóðlistin einungis ein tegund orðlistar
ásamt skáldsögunni, frásögunni og leikritinu. Með breyttum samfélagsháttum
má þannig vænta samsvarandi þróunar í listum.
2
Ljóðlist er upprunalega nátengd söng sem er í eðli sínu einkar vel fallinn
til tj áningar sameiginlegra tilfinninga. Meðal frumstæðra manna er vakning
slíkra samhrifa oft sprottin af félagslegri nauðsyn. Þegar verk þarf að vinna
sem að jafnaði liggur utan seilingar eðlishvatanna, t. d. sáning, er því nauð-
synlegt að „virkja“ eðlishvatirnar í þágu framkvæmdarinnar með félagsleg-
um aðferðum. Hér gegnir hóphátíðin með söng og dansi, hljóðfæraslætti og
framsögn háttbundinna ljóða mjög veigamiklu hlutverki. Fyrir áverkan hrynj-
andinnar losna tilfinningar úr læðingi og renna í einn sameiginlegan farveg.
Lokatakmarkið — uppskeran — sem ennþá er óraunverulegt, verður að veru-
leika í heimi ímyndunarinnar sem myndast og magnast fyrir samvirkni til-
finninganna. Og þegar hrynjandinni linnir og dansinum slotar hefur takmark-
ið færzt nær manninum og hvetur hann til þeirra verka sem nauðsynlegt er að
vinna áður en því verði náð.
Sama máli gegnir um aðrar samfélagslegar kvaðir meðal frumstæðra
manna sem ekki eru eðlislægar, en krefjast samt orku eðlishvatanna, ef á að
verða af framkvæmdum. Þessvegna er nauðsynlegt að teygja eðlishvatir
326