Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 57
VIKIÐ AÐ LJÓÐLIST
mannsins útfyrir seilingarmörkin, samfylkja tilfinningunum og veita þeim
í hagnýtan farveg. Aðferðir þær sem notaðar hafa verið í þessu skyni —
söngur, dans, hljómlist og ljóðlist — eru þannig hagnýtar eða hagfræðilegar
að uppruna.
Með vaxandi verkaskiptingu og skipulagsþróun tekur Ijóðlistin að fjarlægj-
ast upprunalegt eðli sitt, hún hættir að vera beinn, virkur. hagnýtur þáttur í
lífsbaráttunni. Skáldskapurinn gerist persónulegri og sérhæfðari, ný ljóðtækni
kemur til sögunnar, skáldið gerist sérfræðingur. Á Endurreisnartímabilinu
var ennþá unnt að vera í senn bæði listamaður og sérfræðingur á öðrum svið-
um; Galileo Galilei var bæði eðlisfræðingur og skáld, listmálarinn Leonardo
da Vinci vissi allt sem þá var vitað um eðlisfræði. Eðlisfræðingur nútímans
mælir hinsvegar á tungu sem aðeins starfsbræður hans skilja til fulls. Og lista-
maðurinn, ljóðskáldið, hefur nú um skeið helzt hlotið áheyrn hjá sínum lík-
um, a. m. k. í þeim löndum, þar sem sérhæfing þessarar listgreinar hefur náð
lengst.
3
Sagt hefur verið, að hvorki væri unnt að villast á né skilgreina Ijóðlist þar
sem hún hefði ávallt verið bæði trú eðli sínu og undirgefin tilraunahneigð
skapenda sinna. Hlutverk skáldsins er framar öðru að tjá og túlka fyrirbæri
lífsins á sem sannastan og fegurstan hátt. Tilgangur ljóðlistarinnar — og
allrar listar — er ofinn tveimur þáttum: sannleik og fegurð sem í sameiningu
magna hvort annað, veita hvort öðru það gildi sem eitt nægir til sköpunar
heilsteypts listaverks.
En nú mun vera spurt: Hvað er sannleikur? Hvað er fegurð?
A. N. Whitehead, einn helzti hugsuður vorra tíma, skilgreinir sannleikann
sem „meiri eða minni samhæfingu sýndar og veruleika, beint eða óbeint“ og
fegurðina sem „gagnkvæma aðlögun fleiri eða færri þátta ákveðinnar reynslu-
skynjunar“. Hann vekur athygli á því, að hlutveruleikinn í innsta eðli sínu
aðeins er og þessvegna marklaust að tala um hann sem sannan eða ósannan,
fagran eða ljótan. Sannleikur og fegurð eru því hugtök sem eiga við sýndar-
veruleikann misjafnlega firrtan hlutveruleikanum. Þau eru þannig afstæð,
meira eða minna einstaklingsbundin og háð hinum margvíslegustu orsökum,
almennum og sérlægum. Þau eru lífræns eðlis og bundin þróunarlögmálum.
Þessvegna verður skáld sem vill halda sambandi við stefnu þróunarinnar að
vera stöðugt á verði, ef list þess á ekki að dragast afturúr kröfum tímans, þess
lífs sem það hlýtur að túlka. Það verður að leita nýrra forma, nýrra tjáningar-
327