Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Blaðsíða 58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
aðferða. Af þessu getur oft leitt, að sambandið milli skáldsins annarsvegar og
almennings sem á að njóta og læra af list þess hinsvegar rofni að meira eða
minna leyti um lengri eða skemmri tíma, eftir því sem kringumstæður ákveða
hverju sinni. Hinar beinu orsakir þessa eru að mínu viti einkum þrjár: 1)
SkáldiS hefur látið tilraunahneigðina leiða sig í ógöngur, tjáningaraðferðir
þess eiga sér engan grundvöll í þróun þeirra fyrirbæra sem það vill túlka; 2)
almenningur hefur af félagslegum orsökum fjarlægzt skáldin og verk þeirra;
3) ljóðhefð tímabilsins á undan á ennþá svo rík ítök í hugum manna, að þeim
gengur seint að samlagast nýjum tjáningarformum og breyttum viðhorfum í
lj óðlist.
Orsakir þessar eru vissulega allar aS verki meðal okkar um þessar mundir,
í misríkum mæli þó. Fyrsta orsökin er þeirra veigaminnst, — ósannar tján-
ingaraðferðir, sem ósjaldan eru framkomnar vegna metnaðargirni einstakra
listamanna sem hyggjast leynt eða vitað færa sér í nyt þá röskun sem fylgir
róttækum breytingum í list, geta að vísu verið til óþurftar heildarþróuninni í
svipinn, en þær bera dauðann í sér og gleymast fyrren varir. Um áhrif félags-
legra orsaka á viðhorf almennings til svonefndrar nýstefnu í íslenzkri ljóðlist
er erfitt að fullyrða nokkuð. Þó má telja vafalítið, að aukin gróðahyggja,
langur vinnutími, f j ölbreyttari skemmtanir, dagblöð og léttvæg tímarit, gallað
uppeldiskerfi o. fl. eigi drjúgan þátt í myndun þess afskiptaleysisviðhorfs sem
nú ríkir meðal mikils hluta þjóðarinnar gagnvart skáldskap. Kemur áhuga-
leysi þetta, sem enganveginn á skylt við beina óvild eða fjandskap, einna verst
niður á ungu skáldunum sem eiga sér engan venjuhelgaðan orðstír til stuðn-
ings. Bera útlánsskrár bókasafna um þetta gott vitni. Svo virðist sem íslend-
ingar nútímans hafi ekki mikla andlega þörf fyrir skáld sín í svipinn, almennt
séð. (Er ómaksins vert að bera saman um þetta nútímann og aldirnar næst-
liðnu, þegar rímnakveðskapurinn og Passíusálmarnir héldu uppi andlegu
þreki þjóðarinnar á verstu niðurlægingartímum hennar. Einnig má benda á
til viðmiðunar, að á stríðsárunum síðustu óx sala ljóðabóka mjög í Eng-
landi).
Þriðja orsökin, ítök ljóðhefðarinnar, er sú eina sem vinnur meðvitað, ef
svo mætti segja, að framkvæmd þeirrar firringar sem reynt er að viðhalda
milli almennings og nýstefnuskáldanna. Uppi eru tvær meginstefnur í ljóða-
gerð: hefðbundin sem virðist stöðnuð að mestu í núverandi mynd, en nýtur
samt ennþá mikils álits, einkum meðal eldri kynslóðarinnar; og framsækin
sem ennþá einkennist verulega af þeim jafnvægisskorti sem ávallt fylgir
happa-og-glappakenndri leit að nýjum tjáningarverðmætum. Þó er skilgrein-
328