Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
leit hjá einstökum höfundum að hugmyndalegum grundvelli sem stætt sé á að
þeirra dómi. Alltumþað er bilið milli sósíalísku og borgarlegu ljóðskáldanna
okkar enn ekki breiðara en svo, að sameiginlegu listrænu mati má þar enn
koma við, ef sanngimi og þekking eru fyrir hendi.
Sú ólga sem nú gætir í vaxandi mæli í íslenzkum ljóðbókmenntum leggur
gagnrýnendum okkar aukna ábyrgð á herðar. Því miður hefur þó til þessa
verið alvarlegur misbrestur á dómbreytni þeirra flestra. Ekki verður hér farið
útí þá sálma að rekja augljósar ávirðingar loftungna og lastara í íslenzkri
gagnrýnendastétt þvíað allt er það mál bæði kunnugt og hvimleitt. Á hinn bóg-
inn væri ekki úr vegi að vekja í fáeinum orðum athygli á nokkrum þeim
skautum ellegar yztu mörkum bókmenntagagnrýninnar sem allir gagnrýnend-
ur hljóta að hrærast á milli; mætti það sýna fjölbreytni vinnubragðanna og
að ekkert eitt gagnrýniform getur verið algilt.
1. Kerjisbundin gagnrýni — einstök verk.
Mörgum gagnrýnanda verður umf j öllunareðli bókmenntarýninnar svo hug-
leikið, að hann freistast til aukinnar kerfisbindingar í umsögnum sínum og
dómum sem aftur kemur illa niður á einstökum bókmenntaverkum. Nauðsyn-
legt er að leita jafnvægis milli virðingar er sýna ber einstökum verkum annars-
vegar og kerfisbundnum viðhorfum hinsvegar. Allir gagnrýnendur verða að
velja sér umfang einhversstaðar á milli þessara yztu marka: algers móttæki-
leiks gagnvart sérhverju ritverki sem er til umfjöllunar og algerrar undanláts-
semi við ákveðna gagnrýnistefnu sem rýnandinn aðhyllist fræðilega séð.
2. Líf — list, inntak — form.
Bókmenntir eru mannleg reynsla sem fengið er form í máli. Á grundvelli
þessarar tvíeiningar sem er sjálft eðli bókmenntanna skiptast gagnrýnendur í
tvær meginfylkingar. Leggur önnur mesta áherzlu á form tjáningarinnar, hina
tæknilegu hlið ljóðs, leiks eða sögu. Hin heldur fram reynslunni, því inntaki
sem listaverkið felur í sér. Þarsem bókmenntir eru tjáning á reynslu eru báð-
um flokkum of þröngar skorður settar, einum sér.
3. Hlutlœgni — huglægni.
Hér kemur til ágreiningur um hvar og hvernig tilvist bókmenntaverks er
háttað. Er hana að finna í sjálfum texta verksins? Eða í hugmyndum, skynj-
unum höfundarins, sem oftlega endurspeglast óljóst í verkinu? í skilningi á
verkinu meðal samtímamanna? í meðvitund hins almenna lesanda? Eða í
meðvitund hins reynda gagnrýnanda? Jákvætt svar við hverri af þessum
spurningum gefur til kynna ákveðna tegund gagnrýnanda; textarýnandann,
sköpunar- eða æviatriðarýnandann, sagnfræðirýnandann, hinn almenna rit-
330